Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Skin og skúrir (eða él)
27.6.2007 | 19:58
Merkilegt að búa á Íslandi. Ekki verður þetta snjólétt sumar, morgunfréttirnar sögðu frá vetrarfærð á Hellisheiði eystri og krapa á Fjarðarheiði. Það er val að fara Hellisheiði eystri en Fjarðarheiði, er ekki Norræna að leggja að bryggju alla miðvikudaga, eða hefur það breyst? En við hverju er að búast í landi sem á orð eins og Jónsmessuhret og grjótfok?
En svo lýstist allt upp þegar ég fékk bæði í sms og á msn að vita að stelpan mín hefði massað stóra efnafræðiprófið sitt, langhæst á prófinu í dag en fyrr í morgun sagði hún á msn að hún bara tryði ekki öðru en að þetta hefði gengið vel. Þetta er skrambi erfitt nám, sem hún valdi sér, læknanám í Ungverjalandi, þar sem hún er ásamt hátt í 40 öðrum löndum sem hafa fundið sér griðastað korteri frá Rúmeníu og klukkutíma frá Úrkraínu. Ég hef oft ástæðu til að vera stolt af krökkunum mínum og þetta er einn af þeim góðu dögum.
Flokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna okkar (æ, ég á pínkulítið í henni). Hún er alveg frábær manneskja!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 20:21
Þú átt heilmikið í henni, auðvitað. Veit ekki betur en þú sért flokkuð sem ,,fjölskyldan" á blogginu hennar, það er smá hint!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.6.2007 kl. 20:25
Sæl anna
eg lenti hér inn fyrir tilviljun og gat ekki annað en kvittað fyrir mig,gaman að lesa bloggið þitt.
kær kveðja amalia ragna.
amalia 27.6.2007 kl. 21:11
Til hamingju með Hönnu! Og ef þú, Hanna, ert að lesa þetta þá færðu sjálf hamingjuóskir.
Hugsaðu þér hvílíkur kjörgripur íslenskt veðurfar er. Núna getum við markaðssett Ísland sem heilsársland fyrir bæði sumar- og vetrarferðamennsku. "Sumarferðamenn komi inn í landið um Keflavík - vetrarferðamenn á Egilssstöðum eða Seyðisfirði"!
Helga 27.6.2007 kl. 21:23
Elsku Anna mín, auðvitað er þetta þungaviktarfólk sem þú átt. Til hamingju með stelpuna þína
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 23:58
Ég var nú hálf feimin að monta mig að stelpunni minni, en það var bara svo magnað að sviptast frá því að vera komin í meiri háttar mínus út af veðurfréttum á Austurlandi (ég er rosalega húkkt á því að fá almennilegt sumar - um allt land! - en markaðishugmyndin þín, Helga, er brill ;-) en það birti bara svo rosalega í kringum mig við fréttirnar. Og svo svona indæl komment, takk allar! Og að rekast svo á þig, Amalía, sem er orðið svo hræðilega langt síðan ég hef hitt, enda alltaf fyrir austan, ekki satt, það er sannarlega aukabónus. Og vona að þú haldir áfram að rata inn á síðuna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2007 kl. 00:25