Skin og skúrir (eða él)

Merkilegt að búa á Íslandi. Ekki verður þetta snjólétt sumar, morgunfréttirnar sögðu frá vetrarfærð á Hellisheiði eystri og krapa á Fjarðarheiði. Það er val að fara Hellisheiði eystri en Fjarðarheiði, er ekki Norræna að leggja að bryggju alla miðvikudaga, eða hefur það breyst? En við hverju er að búast í landi sem á orð eins og Jónsmessuhret og grjótfok?

En svo lýstist allt upp þegar ég fékk bæði í sms og á msn að vita að stelpan mín hefði massað stóra efnafræðiprófið sitt, langhæst á prófinu í dag en fyrr í morgun sagði hún á msn að hún bara tryði ekki öðru en að þetta hefði gengið vel. Þetta er skrambi erfitt nám, sem hún valdi sér, læknanám í Ungverjalandi, þar sem hún er ásamt hátt í 40 öðrum löndum sem hafa fundið sér griðastað korteri frá Rúmeníu og klukkutíma frá Úrkraínu. Ég hef oft ástæðu til að vera stolt af krökkunum mínum og þetta er einn af þeim góðu dögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með stelpuna okkar (æ, ég á pínkulítið í henni). Hún er alveg frábær manneskja!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú átt heilmikið í henni, auðvitað. Veit ekki betur en þú sért flokkuð sem ,,fjölskyldan" á blogginu hennar, það er smá hint!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.6.2007 kl. 20:25

3 identicon

Sæl anna

eg lenti hér inn fyrir tilviljun og gat ekki annað en kvittað fyrir mig,gaman að lesa bloggið þitt.

kær kveðja amalia ragna.

amalia 27.6.2007 kl. 21:11

4 identicon

Til hamingju með Hönnu! Og ef þú, Hanna, ert að lesa þetta þá færðu sjálf hamingjuóskir.

Hugsaðu þér hvílíkur kjörgripur íslenskt veðurfar er. Núna getum við markaðssett Ísland sem heilsársland fyrir bæði sumar- og vetrarferðamennsku. "Sumarferðamenn komi inn í landið um Keflavík - vetrarferðamenn á Egilssstöðum eða Seyðisfirði"!  

Helga 27.6.2007 kl. 21:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Anna mín, auðvitað er þetta þungaviktarfólk sem þú átt.  Til hamingju með stelpuna þína

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 23:58

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég var nú hálf feimin að monta mig að stelpunni minni, en það var bara svo magnað að sviptast frá því að vera komin í meiri háttar mínus út af veðurfréttum á Austurlandi (ég er rosalega húkkt á því að fá almennilegt sumar - um allt land! - en markaðishugmyndin þín, Helga, er brill ;-) en það birti bara svo rosalega í kringum mig við fréttirnar. Og svo svona indæl komment, takk allar! Og að rekast svo á þig, Amalía, sem er orðið svo hræðilega langt síðan ég hef hitt, enda alltaf fyrir austan, ekki satt, það er sannarlega aukabónus. Og vona að þú haldir áfram að rata inn á síðuna. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2007 kl. 00:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband