ESB aðferðin: Ef ,,rétt" niðurstaða fæst ekki þá skal kjósa aftur og aftur og aftur ...
20.6.2007 | 22:46
Mörg og misvísandi skilaboð varðandi álver á suðvesturhorninu núna í dag. Fátt kemur á óvart, í Vogunum eru skiptar skoðanir um hvort sækjast eigi eftir álveri í túnjaðarinn, Þorlákshöfn verður kannski ekki eins umdeild og aðrir staðir af því þar virðist vera ,,stemmning" fyrir álveri en furðufrt dgsins, sem var ýmist dreginu upp eða til baka, var sú að kannski ætti að taka upp umræðuna í Hafnarfirði, með því að stækka álverið til sjávar í stað þess að stækka það til lands. Orðhengisháttur ef nú á að túlka kosningarnar í Hafnarfirði sem andstöðu við ákveðna tegund stækkunar sem fólst í deiliskipulagstillögu, í stað þess að skilja að það var stækkun álversins sem var hafnað. Vissulega eru fréttir af þessu vísandi til hægri og vinstri, en ef þetta yrði ofan á, þá væri tæplega stætt á öðru en að láta borgarana segja sína skoðun.
Ef til þessa kæmi yrði komin upp staða sem minnir mest á aðferðafræði ESB að ef ekki fæst ,,rétt" niðurstaða í fyrstu kosningum þá er bara að kjósa aftur, og aftur. Þannig fór þegar Maastricht-sáttmálinn var felldur í Danmörku og þannig hafa Norðmenn nú þegar kosið tvisvar um aðild að ESB og bara tímaspursmál hvenær þeir kjósa í þriðja sinnið. Formlega séð er það auðvitað ekki að undirlagi ESB en málið hefði aldrei verið á dagskrá í Noregi ef það hefði ekki verið með fulltingi ESB.
En þessar fréttir eru reyndar kafnaðar í hrifningu meiri hluta íbúa Voga á því að fá álverið til sín. Leitt að heyra, hef fulla samúð með fólkinu sem fluttist í Vogana til að vera nálægt fallegu hrauninu og náttúrunni sem mér finnst alltaf svo falleg á Suðurnesjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig langar að benda á að það var mjög naumur meirihluti sem felldi téða tillögu. Kannski voru flestir að kjósa um stækkun álvers, en eflaust voru einhverjir sem ekki létu glepjast af áróðrinum og kusu um það sem á borðinu var, sem var tillaga að deiliskipulagi.
Ég held að það megi alveg láta á það reyna hvort fyrirfinnist í Hafnarfirði 80 manns sem kannski sættu sig ekki við téða tillögu en geta alveg hugsað sér stækkun á landfyllingu
Ég er einn þeira
Ingvar Skúlason 21.6.2007 kl. 09:34
af hverju er alltaf sagt af andstæðingum álvera að álverið í straumsvík sé í miðbæ hafnarfjarðar og svo segir þú að keilisnes sé í túnjaðri voganna, það eru 10 kílómetrar þar frá. Held að túninn séu ekki svo stór í vogunum.
Haukur Kristinsson 21.6.2007 kl. 20:58