,,Óútskýrði" launamunurinn útskýrður

Rannsókn á eðli óútskýrða launamunarins milli kynjanna var hálfgert sjokk á annars góðum degi. Skýringin virðist, samkvæmt fréttum að dæma, vera einföld, öllum, bæði konum og köllum, finnst að karlar ,,eigi" að fá hærri laun en konur. Einfalt, stílhreint og óréttlátt! svo ég endurtaki nú frasa sem ég notaði mikið út af öðru óréttlæti fyrir svona 14 árum. Hvað væri sagt ef öllum, konum og köllum, fyndist að konur ,,ættu" að fá hærri laun en karlar? Þetta er lamandi, heimskulegt og óásættanlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég á öðru máli en þú. Að heyra af niðurstöðu rannsóknarinnar var eitt það besta sem ég heyrði í gær vegna þess að mér finnst alltaf svo gott að fá það staðfest sem ég tel mig sjá í kringum mig.

Þótt enn séu færri konur en karlar yfirmenn þá eru margar konur yfirmenn víða, bæði í einkafyrirtækjum og opinberum, og ég hef saknað þess verulega að stéttarfélög, stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök kvenna skuli ekki hafa þótt (eða þykja það vera) nauðsynlegt að kanna hvort konur sem hafa konu sem yfirmann séu betur launaðar en þær konur sem hafa karl sem yfirmann. (Það er liðinn meira en áratugur síðan ég lagði fyrst til við nokkur starfsmannafélög að kanna þetta, en þau höfðu ekki áhuga á því).

Reynslan hefur kennt mér að konur í röðum yfirmanna meti kynsystur sínar meðal undirmanna til færri fiska en þær meta karla og þess vegna þótti mér gott að heyra af þessari rannsókn og hverjar niðurstöðurnar eru. Ég þarf þá ekki að "halda" þetta lengur.

Þetta þýðir auðvitað ekki að konur séu ómögulegir yfirmenn - hreint allt ekki. Rannsóknin segir ekkert meira en það sem hún segir og það má alls ekki oftúlka hana, en það á líka að taka mark á henni. Rannsóknin gefur ekki tilefni til að setja konur í þolendahlutverkið - hér eru þær gerendur rétt eins og karlar.

Svo er spurning hvort á að halda áfram að rannsaka? Það fiinnst örugglega e-m, enda atvinnuskapandi fyrir þá sem að því koma. Sjálf er ég hrifnari af því sem VR hefur gert undanfarin ár, þ.e.a.s. að sjá fólki á vinnumarkaði fyrir réttum upplýsingum um markaðslaun.

Helga 20.6.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég hef nú ítrekað bent á að trúlega endurspeglar óútskýrður launamunur mismun í foreldraábyrgð kynjanna.  Skrifaði m.a. um það grein sem hét Launamunur kynjanna og foreldraábyrgð.  Ég held að þegar foreldrajafnrétti náist þá komi einnig launajafnrétti, þetta tvennt mun haldast í hendur.

Gísli Gíslason, 20.6.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er alveg ótrúlegt að þetta skuli vera svona. eg man í gamla daga á kópavogshæli þá var ekki bara launamunur, heldur líka voru ákveðin verk sem karlmennirnir unnu ekki, sem þýddi bara meiri vinnu á okkur konurnar. 

þetta var í kringum 1977 og árin upp, hefur í raun mikið breyst ?

ljós til þín anna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt það sé gott að fá nöturlegan sannleika upp á yfirborðið þá er engu að síður mjög sjokkerandi að heyra þessa niðurstöðu. Það hefur of lítið breyst frá því Steina var að vinna á Kópavogshæli 1977, árið sem stelpan mín fæddist. Ég ætlast vissulega til þess að hlutirnir gangi hraðar en þetta, en fyrst svo er ekki, þá er bara að takast á við þetta verkefni. Varðandi foreldraábyrgðina þá er enginn vafi á því í mínum huga að það þarf að deila henni betur á milli kynjanna, hluti af því sem ég tel að þurfi að eiga sér stað er að bæði kynin eigi að eiga raunverulegt VAL um hversu mikið hver og einn helgar sig barnauppeldi, en vissulega veitir ekkert af tveimur með ábyrgð á hverju barni, því er hins vegar ekki alltaf til að dreifa og ekki hægt að neyða slíkri ábyrgð upp á ábyrgðarlausa aðila, en sem betur fer eru flestir foreldrar, mæður og feður, vel meðvituð um ábyrgð sína. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.6.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég held að almennt vanta umræðu og umfjöllun um samhengið á milli foreldraábyrgðar og launajafnréttis.   Rannsóknir virðast frekar vera að magngreina launamuninn.

Ég tel að það sé ekki VAL foreldra hversu mikið hvort helgar sig barnauppeldinu.   Það er í mínum huga RÉTTUR hvers barns í nútíma samfélagi að eiga tvo jafnvirka foreldra í uppeldishlutverkinu, þ.e. bæði mömmu og pabbi.  Það er sú ábyrgð sem fylgir þeirri  vegsemd að eignast barn.  Og þegar það verður orðið samfélagslegt norm að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á heimili og uppeldi, enda sé það réttur barnsins, þá sækja kynin fram á vinnumarkaði á sömu forsendu.  Þannig skapast  forsendur fyrir launajafnrétti.  

Gísli Gíslason, 20.6.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Réttur barna til forelda sinna er vissulega mikils virði og barnalögin áttu að snúast um rétt barna, meðal annars til þess, en valið hlýtur að snúast um hversu mikið hvort foreldri fyrir sig sinnir þessu hlutverki, ég er sannfærð um að það er hverju barni í hag að vera sinnt af einstakling(um) sem gera það af heilum hug. Því miður hefur nánast verið sett á barneignaskylda á Íslandi (merkilegt fyrirbæri) og þar af leiðandi eru foreldrar misvel undir það búnir að eignast börn, sem er einmitt vandi og vegsemd í senn. Þetta er valið sem ég er að tala um. Valið getur verið að eiga ekki barn, að annað foreldri sinni barni meira en hitt, en að það sé val hvers og eins, ekki skylda vegna kynjahlutverks, félagslegs þrýstings eða annarra undarlegra ástæðna. Ábyrgðin við að eignast barn er mikil og helst ætti enginn að verða foreldri án þess að gera sér grein fyrir því. En að jöfn foreldraábyrgð stuðli að launajafnrétti, því er ég hjartanlega sammála og þess vegna væri freistandi að stökkva á þína skoðun, Gísli, sannarlega. Mig dreymir hins vegar draum um samfélag þar sem hægt væri að velja það að vera meira með börnunum sínum án þess að tekjuöflun heimila færu í rúst, og þá á ég bæði við að feður, mæður og/eða báðir aðilar ættu val að vera meira heima með börnunum en nú er raunin. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.6.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er gott að við erum sammála um að foreldrajafnrétti er trúlega ein of forsendum fyrir því að samfélagið nái launajafnrétti.  Mér finnst vanta meiri  fókus á  þetta samhengi.

Ég get alveg tekið undir það að  gott sé að foreldrar séu meira  með  börnunum sínum. En það virðist vera veröld sem var að annað foreldrið væri heima.  Því miður.   En ef samfélagið breyttist aftur þannig að það yrði norm að annað foreldrið væri heima, þá þyrfti það að vera nokkuð jafnt skipt hvort það væri pabbi eða mamma sem væri heima.  Ef það væri í 60-90% tilvika Mamma, þá höfum við áfram launamun kynjanna, útskýrðan og óútskýrðan.

Gísli Gíslason, 21.6.2007 kl. 08:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband