Umferđarharmleikir
12.6.2007 | 00:23
Ţađ kemur alltaf illa viđ mann ađ heyra af alvarlegum slysum í umferđinni og sýnu verst ţegar um háskaakstur er ađ rćđa. Ţađ er hreinlega vitađ hvađa afleiđingar slíkur akstur getur haft í för međ sér og sorglegt ađ ţađ skuli ekki ná ađ stoppa alla af. Langflestir haga sér reyndar ágćtlega í umferđinni, en ţađ dugar bara ekki. Og afleiđingarnar geta orđiđ svo óskaplegar, fjölmiđlar fylgja stöku sinnum eftir ţeim slysum sem ekki leiđa til dauđa, og ţađ er alltaf ţörf áminning.
Ţađ eru liđin meira en 30 ár síđan ég lenti í ţví ađ verđa fyrir bíl, á gangbraut reyndar, og eftir á ađ hyggja ţá hefur sú lífsreynsla breytt talsverđu í minni tilveru, bćđi til hins verra og hins betra. Tryggvi Ţorsteinsson lćknir, hlýr og góđur mađur, sem giftur er frćnku minni, kom á öđrum eđa ţriđja degi til mín ţar sem hann hafđi frétt ađ ég lćgi á Borgarspítalanum, sem ţá var og hét, og hafi skođađ skýrslur um slysiđ og áverkana og sagđi mér ađ strangt til tekiđ ćtti ég ađ vera steindauđ. Ţađ ţarf reyndar mjög sérstakan mann til ađ geta sagt manni svona lagađ ţannig ađ mađur finnur bara fyrir ţakklćti en engu öđru, en ţađ er líklega galdur sem Tryggvi kann. Sennilega hefur ţetta raskađ náminu hjá mér til lengri tíma litiđ, en ég var í tvöföldu listaskóla og háskólanámi ţegar ţetta var, og í sjálfu sér var ekkert gott viđ ađ mölbrotna á tveimur stöđum, en ađrar afleiđingar hafa veriđ ţrálátari og hvimleiđari.
Mér verđur alltaf ţegar ég les um ný slys hugsađ til ţessa litla andartaks, ţegar kurteis leigubílsstjóri stoppađi fyrir mér á gangbraut, en annar, ógćtinn í augnablik, kom og ,,náđi mér". Ég er ein af ţessum heppnu. Röđ af góđum tilviljunum urđu til ađ ég fór ekki verr. Vinir mínir og fjölskylda gerđu mér lífiđ sannarlega auđvelt á međan ég var uppi á spítala og heima ađ jafna mig, sem tók drjúgt langan tíma. Ekki síst vinkona mín í Myndlista- og handíđaskólanum, sem kom međ vélritađar glósur handa mér. Og svo kynntist ég manninum mínum ţegar hann skutlađi vinum mínum í sjúkraheimsókn. En ég veit ţađ ósköp vel ađ ţađ eru ekki allir svona heppnir.
Viđ vorum ađ rćđa ţetta í vinnunni í dag og vinnufélagi minn undrađist ađ ekki vćru til sérstök afmörkuđ og örugg svćđi ţar sem fólk gćti fengiđ útrás fyrir löngun sína til hrađaksturs (án ţess ađ tilheyra akstursíţróttahópi). Ţótt ţađ myndi sjálfsagt ekki koma í veg fyrir öll tilvik hrađaksturs, ţá gćti ţađ veriđ vel ţess virđi ađ reyna ţađ. Kostnađarlega gćti ţađ ekki komiđ út öđru vísi en í plús, ef eitthvađ drćgi úr vondum slysum. Einhvers stađar á Reykjanesi er ađ vísu einhver spyrnubraut, ef ég man rétt, en ţađ sem hann var ađ tala um var annars eđlis og ég held ađ ţetta sé eldsnjöll hugmynd.