Aftur í pólitískar bloggstellingarnar - hvað nú Framsókn?
10.6.2007 | 20:32
Fátt óvænt í kjöri varaformanns Framsóknar. ,,Hinn" armurinn fékk varaformanninn, þar sem Guðni var allt í einu orðinn formaður. Einhverjir farnir að tala um þörf á kynslóðaskiptum, sem sagt að losna við Guðna væntanlega, ekki Valgerði, sem þó er á sama aldri. Guðni segir flokknum að líta inn á við í leit að skýringum á fylgishruninu og vissulega er nóg af skýringum að hafa þar, en Guðni er sjálfum sér ekki samkvæmur þar sem hann hefur viljað skella skuldinni á Baug og DV.
Hvort sem okkur í VG likar betur eða verr verðum við saman í stjórnarandstöðu, væntanlega alla veag næstu fjögur árin. Ég efast ekki um að það mun ganga vel að græða sárin eftir málefnalega ósamstöðu í stóriðjumálum. Oft eru flokkar saman í stjórnarandstöðu sem eiga ekkert annað sameiginlegt en að veita sitjandi ríkisstjórn aðhald og það er einmitt það sem ég sé þessa flokka eiga sameiginlegt. Hvorugum hugnast einkavæðing í heilbrigðiskerfinu eða íbúðalánasjóðum né heldur vill meiri hlutinn (nokkrir undanvillingar að vísu í Framsókn) aðild að ESB. Þannig að verkefnin eru ærin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í stjórnmálum velur maður greinilega ekki samhverja, eða móthverja. En aðal atriðið er að fyglja sinni sannfæringu og þeirri köllun að vinna að hagsmunum fólksins í landinu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 10.6.2007 kl. 22:40
Þegar stórt er spurt!... Á maður nú að setja saman e-ð um Framsóknarflokkinn? Sumt er bara þannig eðlis að ég ræð ekki við það.
En gott hjá þér að benda á að annar tveggja jafnaldranna í forystunni er orðinn "of gamall" meðan jafnaldrinn er.. ja, hvað?... Ekki veit ég það, enda er þetta Framsóknarflokkurinn!
En er Framsóknarflokkurinn að breyta um stíl? Ég hefði nú frekar trúað því á hann að þykja konur vera of gamlar til að hafa þær fyrir framan eldavélina, svo vitnað sé í og aðeins lagað til orðalag "þess gamla".
HG 10.6.2007 kl. 23:24
Merkilegt nokk þá hlakka ég næstum til að sjá hvernig Framsókn þróast á næstunni. Mér væri það ekkert á móti skapi að hún skánaði, kannski í góðum félagsskap VG (veit að það er ekki mat Frammaranna sjálfra) en hver veit. Mér finnst alla vega líklega að hún færist frá þessari hægri helstefnu sinni (helstefna=stefna sem var að gera út af við hana).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.6.2007 kl. 00:25
Það er svo með framsókn að hún hefur geta hallað sér í báðar áttir eins og skúta sem beitir upp í vindinn. Það er mótbyr hjá framsókn en eins og allir vita geta skútur skriðið hratt þótt moti blási.
Jón Sigurgeirsson , 11.6.2007 kl. 01:22
Geta skútur ekki líka skokkið?
HG 11.6.2007 kl. 09:47
Geta skútur ekki líka sokkið? (átti þetta að vera)
HG 11.6.2007 kl. 09:48