MR72 - myndir og minningar - með smá framkvæmdapistli
10.6.2007 | 18:20
Það var ótrúlega ljúft að vakna á Þingvöllum í morgun, en við Ari erum farin að kunna að meta að gista í Valhöll þegar stúdentaafmæli eru haldin á Þingvöllum. Sandey stóð á höfði í stillunni í hádeginu þegar við renndum í bæinn til að koma hurðunum upp heima á háalofti. Reyndar bíður það betri dags, vegna þess að timbursalan er lokuð hjá Byko á sunnudögum og gerektið reyndist of mjótt, vegna þess að við veggþykktina bætist nefnilega veggklæðningin. En allt er klárt til að halda áfram seinna í vikunni og við notuðum stillurnar til að fara með fyrstu jeppakerruna af drasli af byggingasvæðinu í Sorpu. Á milli hef ég verið að tína inn myndir frá því í gærkvöldi og vona að skólasystkini mín og aðrir vinir geti afritað myndirnar eftir þörfum. Hér eru nokkrar góðar frá fögnuðinum:
Við vorum að velta því fyrir okkur yfir morgunverðinum í morgun, (seint í morgun), hvers vegna þetta hefði verið svona sérlega notalegt. Mætingin var ekkert sérlega góð, kannski náði fólk betur að komast yfir að spjalla saman vegna þess? Var það stuðið í hljómsveitinni? Góða veðrið?
Miklu fleiri myndir í myndaalbúmi MR72. Skoðið, njótið og afritið. Og takk fyrir skemmtunina.
Athugasemdir
Sæl Anna mín og takk kærlega fyrir síðast. Kvöldið var mjög vel heppnað og gaman að hittast.Flottar myndirnar hjá þér.Það hlýtur að hafa verið notarlegt að skella sér svo bara upp á herbergi á staðnum!!!
Kær kveðja,Guðrún.
Guðrún Jóh. 6-D 10.6.2007 kl. 22:21
Takk sömuleiðis, þetta var svo indælt allt saman. Og vissulega mæli ég með gistingunni, það var svo notalegt að skrölta í síðbúinn morgunverð og hitta fyrir Inku og hennar ektamann og svo komu Björn Rúriks og frú líka og fleiri voru þarna líka. afskaplega værðarlegur og góður morgunn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.6.2007 kl. 00:29