Hvernig fólk sér ţig?
6.4.2025 | 00:22
Segi stundum ţá sögu ađ ţegar ég lenti vondu gangbrautarslysi uppúr tvítugu og ţurfti á endanum ađ láta negla beinin í handleggnum saman komst ég ađ ţví hvernig lćknirinn sem gerđi ađgerđina sá mig. Var í eftirskođun og brosti mínu blíđasta ţegar ég kom auga á hann, en hann strunsađi nokkrum sinnum framhjá mér áđur en hann tók upp röntgenmynd af brotnum handleggnum (beinin mynduđu K), sneri sér brosandi ađ mér og heilsađi mér međ handabandi. Hvorki fyrr né síđar hef ég ţekkst af röntgenmynd.
Rifjađist upp fyrir mér ţegar ágćt en háöldruđ kona, sem ég hef ţekkt í áratugi og tengist mér á ýmsa vegu, kannađist bara ekkert viđ mig um daginn. Gaf henni nokkur hint, en komst ađ raun um ađ nú vćri heilabilun farin ađ hrjá hana, enda endurtók hún ýmislegt, en var sem betur fór mjög afslöppuđ yfir ástandinu. En svo allt í einu ljómađi hún og sagđi: - Hefur ţú ekki veriđ međ myndlistarsýningar á bókasafninu [í Garđabć]? - Jú, svarađi ég. - Já, ég man ekkert eftir ţér, en ég man eftir myndunum ţínum.