Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 576666
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Kjósum með kærleik, hvar í flokki sem við erum
28.11.2024 | 15:10
Mér rennur til rifja hversu mikið hefur verið af heift og hatri í kosningaumræðu í öllum kosningum ársins. Samfélagsmiðlar, sem ég er almennt mjög ánægð með, eru því miður svo mengaðir af þessu að jafnvel varfærnustu stillingar geta ekki varið mig lengur fyrir þessari daglegu, dapurlegu lífssýn. Hvernig líður þessu fólki sem hefur þörf fyrir að úthúða öðru fólki og skoðunum þess með orðbragði sem sýnir sorglegan veruleika? Sannarlega er þetta ekki í fyrsta sinn í sögunni sem ómálefnaleg hatursorðræða grípur um sig, en það er engin skýring, hvað þá afsökun.
Aðeins ein ósk fyrir kosningar helgarinnar, kjósum með kærleik og sannfæringu, þau framboð sem við finnum mestan samhljóm með, og látum ekki þessa heift (annarra) ná tökum á okkur.
Flokkur: Fjölmiðlar | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »