Kjósum með kærleik, hvar í flokki sem við erum

Mér rennur til rifja hversu mikið hefur verið af heift og hatri í kosningaumræðu í öllum kosningum ársins. Samfélagsmiðlar, sem ég er almennt mjög ánægð með, eru því miður svo mengaðir af þessu að jafnvel varfærnustu stillingar geta ekki varið mig lengur fyrir þessari daglegu, dapurlegu lífssýn. Hvernig líður þessu fólki sem hefur þörf fyrir að úthúða öðru fólki og skoðunum þess með orðbragði sem sýnir sorglegan veruleika? Sannarlega er þetta ekki í fyrsta sinn í sögunni sem ómálefnaleg hatursorðræða grípur um sig, en það er engin skýring, hvað þá afsökun.

Aðeins ein ósk fyrir kosningar helgarinnar, kjósum með kærleik og sannfæringu, þau framboð sem við finnum mestan samhljóm með, og látum ekki þessa heift (annarra) ná tökum á okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband