Vatnslitafélagið - árleg sýning og ævintýri

Árleg sýning Vatnslitafélagsins er alltaf ákveðið ævintýri, bæði fyrir okkur sýnendurna og gestina. Sýningin, sem var opnuð í gær og stendur til 7. desember, er að margra mati sú besta sem félagið hefur haldið, eða svo var að heyra á gestunum í gær, og ekki bara af því þeir eru svona kurteisir. Alltaf spennandi að senda inn myndir, af 172 innsendum myndum komust 62 myndir eftir 45 manns gegnum síu dómnefndarinnar sem að vanda var skipuð góðum íslenskum og erlendum listamönnum. Þótt myndirnar séu gríðarlega fjölbreyttar eru yfirbragð sýningarinnar furðu heildstætt. Þemað í ár eru árstíðir og ég get aldrei varist því að hugsa til þess sem landamæravörður í Singapore sagði eitt sinn við mig: Iceland, do you have seasons there? Mogginn fjallaði myndarlega um sýninguna í gær á baksíðu. Þá umfjöllun (smellið á myndina til að fá hana skýrari) og smá svipmyndir af sýningunni og uppsetningu hennar set ég hér með þessum litla pistli. 2024-11-14_13-23-23 IMG_8375466978086_533400429664850_693419334576187969_nIMG_8373


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband