Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 577189
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Vatnslitafélagið - árleg sýning og ævintýri
15.11.2024 | 15:16
Árleg sýning Vatnslitafélagsins er alltaf ákveðið ævintýri, bæði fyrir okkur sýnendurna og gestina. Sýningin, sem var opnuð í gær og stendur til 7. desember, er að margra mati sú besta sem félagið hefur haldið, eða svo var að heyra á gestunum í gær, og ekki bara af því þeir eru svona kurteisir. Alltaf spennandi að senda inn myndir, af 172 innsendum myndum komust 62 myndir eftir 45 manns gegnum síu dómnefndarinnar sem að vanda var skipuð góðum íslenskum og erlendum listamönnum. Þótt myndirnar séu gríðarlega fjölbreyttar eru yfirbragð sýningarinnar furðu heildstætt. Þemað í ár eru árstíðir og ég get aldrei varist því að hugsa til þess sem landamæravörður í Singapore sagði eitt sinn við mig: Iceland, do you have seasons there? Mogginn fjallaði myndarlega um sýninguna í gær á baksíðu. Þá umfjöllun (smellið á myndina til að fá hana skýrari) og smá svipmyndir af sýningunni og uppsetningu hennar set ég hér með þessum litla pistli.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »