Grálynd eđa gráglettin: Vistaskipti Gallerýs Grásteins og hundaheppni mín

Gallerý Grásteinn á Skólavörđustíg 4 setur skemmtilegan svip á bćinn. Skólavörđustígurinn er falleg gata og sem betur fer eru listagallerí enn áberandi hluti af götumyndinni og fallegasta húsiđ viđ götuna (ađ mínu mati) hýsir einmitt téđ úrvalsgallerí, ennţá. Ţví miđur virđist ţađ vera ađ breytast og önnur starfsemi vćntanleg í húsiđ. Góđu fréttirnar eru ađ galleríiđ heldur áfram í húsnćđi skáhallt á móti núverandi húsnćđi. Vondu fréttirnar eru ađ ţar verđur ekki sýningarsalur, eins og í núverandi húsnćđi. 

unnamed (1)

Eftir ófáar ferđir á sýningar í sal Grásteins og reglubundiđ snuđr í búđinni góđu var ég orđin nokkuđ vel kunnug ţessu listamannarekna galleríi. Var stađráđin í ađ fá einhvern tima ađ sýna í salnum góđa á efri hćđinni, ţví fallegri sýningarsal gat ég ekki hugsađ mér. Eins og ein gallerískvenna orđar ţađ svo skemmtilega: ,,Salurinn tekur svo vel utan um sýningarnar." Af einhverri rćlni hafđi ég samband viđ forsvarsfólk gallerísins á vormánuđum og hafđi ţá í huga ađ tryggja mér salinn einhvern tíma á nćsta ári, ţví yfirleitt líđa svona 18 mánuđir milli sýninganna minna, ţegar ég er á annađ borđ ađ sýna. Fann strax á lođnum svörum ađ áhöld voru um sýningarhald á nćsta ári og ţegar mér var bođiđ ađ fá septembermánuđ fyrir sýninguna mína stökk ég strax á ţađ og sé ekki eftir ţví. Snemmsumars voru enn viđrćđur um framhaldiđ en ţeim lyktađi ţannig ađ ţessari öflugu listastarfsemi í húsinu lýkur senn. Og ţar međ langri sögu lista og menningar í húsinu. Mín sýning verđur líklega sú nćstseinasta í ţessu húsi. 

anna

Myndirnar međ ţessari fćrslu eru frá sýnikennslu Íslandsvinarins Vicente Garcia fyrr í sumar, en galleríiđ er hans heimahöfn á Íslandi. Ađrar eru frá yfirstandandi sýningu minni í galleríinu og sýna vel hvađ salurinn er fallegur, og svo ein af ytra byrđi hússins. 

vicente

Vissulega er ég glöđ yfir ţví glópaláni ađ detta í hug ađ hafa samband einmitt á réttum tíma. Mér finnst samt afleitt ađ geta ekki haldiđ áfram ađ koma á góđar sýningar í ţessu fína húsi, en óska auđvitađ gallerísfólkinu allrar velgengni á nýja stađnum. Ţađ er svo sannarlega ekki ţví ađ kenna ađ svona fór, ţví ekki stóđ á ţví ađ teygja sig eftir ţörfum til móts viđ kröfur leigusala. Sé sá orđrómur réttur, sem ég hef heyrt um hvađ á ađ koma í stađinn í ţetta hús, líst mér afleitlega á ţađ. En tíminn mun leiđa í ljós hvađ er ađ gerast, en kannski ekki hvers vegna. 

gestir

Hef ekki áhyggjur af ţví ađ götumyndin neđst á Skólavörđustíg breytist ýkja mikiđ, ef ný starfsemi fer ađ lögum varđandi friđun hússins, sem hér má skođa: https://www.minjastofnun.is/is/byggingararfur/fridlyst-hus-og-mannvirki/skolavordustigur-4 en hvađ međ sálina? Hún hefur sannarlega veriđ nćrđ međ listum og listiđnađi sem hefur átt skjól í húsinu. En ekki meir, ekki meir. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband