Afmæli

,,Hvað á svo að gera í tilefni af afmælinu?" var ég spurð þegar ég var að fara úr vinnunni í dag. Búin að halda uppi hefðinni og mæta með kökur í vinnuna og var reyndar alls ekki að hugsa um hvað ég ætlað'i að fara að gera. ,,Horfa á 24 sem ég missti af í gærkvöldi vegna steypuvinnunnar" sagði ég sannleikanum samkvæmt. Og í tilefni af mjög skemmtilegu námskeiði sem við vinnufélagarnir vorum á í morgun, þar sem persónuleikarnir voru afhjúpaðir, bætti ég við: ,,Annað hvort heldur maður 100 manna afmæli eða sleppir því!" Og það er líklegast stíllinn hjá mér, léleg í að halda einhver notaleg kaffiboð með fáeinum gestum, sem þá þarf meira að segja að bjóða. Þannig að maður gerir þetta sjaldan og myndarlega, ekki satt? Núna í ár vorum við með eitt frábært afmæli, þrítugsafmælið hennar Hönnu okkar, þannig að það dugar okkur ábyggilega lengi og vel. Og innan við 3 ár síðan við héldum eitt enn stærra þegar Ari varð fimmtugur, þannig að ætli við höldum okkur ekki bara við þennan stíl. Gurrí og mamma búnar að hringja, ósköp sætt, Hanna sendi sms snemma í morgun og svo náðum við saman á msn, og svo hitti ég feðgana í kvöld, þá verð ég með meiri rænu en í morgun þegar ég þó mætti óvenju snemma í vinnuna vegna námskeiðsins. Hvað getur maður beðið um það betra?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey, svo má alltaf blogga!  En hvað segirðu: Var persónuleiki þinn afhjúpaður og það á þessum degi? Þú hefur nú ekki þurft að óttast neitt í því sambandi.  Hárfínn húmmorinn líklega notið sín vel.

HG 4.6.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hún á afmæli í dag... hún á afmæli í dag.. til lukku ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.6.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, það var bara gaman að þessu persónuleikaprófi, sumt kom aðeins á óvart, annað var hlægilega fyrirsjáanlegt, en samanlagt mjög trúverðugt. Alla vega þá hafði ég smá áhyggjur af að fara á námskeið áður en minn eðlilegi vökutími hófst, en það er allt í lagi, með mjög sveigjanlega svefn- og vakningahæfileika, held ég bara. Og bloggið, það er orðið svo eðlilegur hluti af tilverunni að ég gleymi að geta þess, frekar en að borða og drekka. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.6.2007 kl. 21:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband