Eggiđ eđa hćnan
16.9.2023 | 20:18
Hef ekki hugmynd um hvort kom á undan, eggiđ eđa hćnan. Hins vegar man ég ađ ţegar ég var krakki fannst mér (eins og ennţá) gaman ađ skrifa sögur, en byrjađi alltaf á ţví ađ myndskreyta ţćr og setti svo textann í auđa plássiđ á milli. Ţađ var ágćtis ađalćfing fyrir blađamennsku ţegar stundum ţurfti ađ ,,skrifa í pláss" sem sagt fá skilgreinda lengd texta áđur en hann var skrifađur. Var ađ vinna í vatnslitaútgáfu á mynd sem ég gerđi fyrir mörgum árum ţegar ég vann mest í grafík. Allt í einu rann ţađ upp fyrir mér ađ vatnslitaútgáfan var miklu frekar í ćtt viđ myndskreytingu (viđ óskrifađa barnasögu held ég bara) en eiginlega (virđulega) vatnslitamynd.
Spurning hvort ég lćt af ţví verđa ađ skrifa ţessa barnasögu einhvern tíma. Hef bara einu sinni skrifađ barnasögu og ţađ var einmitt á blađamennskutímanum ţegar einhvern tíma vantađi barnasögu í Vikuna og ég skrifađi sögu (í pláss) og teiknađi auđvitađ mynd međ, söguna um hana Bullukollu, sem mér finnst alltaf vćnt um.
Skemmtilegasta dćmiđ um ,,vitlausa" röđ er ţó frá ţví ađ ég klárađi tölvunarfrćđina og fór ađ vinna viđ hugbúnađargerđ. Tókst eftir nokkurra ára starf í faginu ađ koma mér ađ sem tćknihöfundi og lagđi ríka áherslu á ađ vera međ á öllum stigum ferlisins, frá ţarfagreiningu og yfir í ađ forritun og prófunum var lokiđ og hugbúnađurinn tilbúinn til notkunar. Eftir nokkra góđa fundi međ teyminu mínu taldi ég mig hafa nćgar upplýsingar til ađ gera ,,manual" fyrir ţennan hluta lausnarinnar okkar og dreif í ađ skrifa hann. Hafđi ekki hugmynd um ađ dregist hafđi ađ hefja forritun og gat ekki annađ en hlegiđ ţegar til mín kom einn reyndasti forritarinn hjá fyrirtćkinu og tilkynnti mér ađ hann ćtlađi ađ fara ađ byrja ađ forrita og mundi gera ţađ eftir ,,manualnum" mínum. Gamli RTFM bolurinn minn (hef átt ţá nokkra, ţvottavélin ritskođađi einn ţeirra) hafđi í ţetta skiptiđ orđiđ ađ áhrínsorđum/-bol.
Nú er ég reyndar farin ađ ganga í bol međ áletrun eitthvađ á ţá leiđ ađ fólki eigi frekar ađ lesa bćkur en boli, en ţađ er önnur saga.