Eggið eða hænan

216230_1030681925746_6115_n

Hef ekki hugmynd um hvort kom á undan, eggið eða hænan. Hins vegar man ég að þegar ég var krakki fannst mér (eins og ennþá) gaman að skrifa sögur, en byrjaði alltaf á því að myndskreyta þær og setti svo textann í auða plássið á milli. Það var ágætis aðalæfing fyrir blaðamennsku þegar stundum þurfti að ,,skrifa í pláss" sem sagt fá skilgreinda lengd texta áður en hann var skrifaður. Var að vinna í vatnslitaútgáfu á mynd sem ég gerði fyrir mörgum árum þegar ég vann mest í grafík. Allt í einu rann það upp fyrir mér að vatnslitaútgáfan var miklu frekar í ætt við myndskreytingu (við óskrifaða barnasögu held ég bara) en eiginlega (virðulega) vatnslitamynd.

kottur1

 

Spurning hvort ég læt af því verða að skrifa þessa barnasögu einhvern tíma. Hef bara einu sinni skrifað barnasögu og það var einmitt á blaðamennskutímanum þegar einhvern tíma vantaði barnasögu í Vikuna og ég skrifaði sögu (í pláss) og teiknaði auðvitað mynd með, söguna um hana Bullukollu, sem mér finnst alltaf vænt um. 

2021-04-08_15-54-26

Skemmtilegasta dæmið um ,,vitlausa" röð er þó frá því að ég kláraði tölvunarfræðina og fór að vinna við hugbúnaðargerð. Tókst eftir nokkurra ára starf í faginu að koma mér að sem tæknihöfundi og lagði ríka áherslu á að vera með á öllum stigum ferlisins, frá þarfagreiningu og yfir í að forritun og prófunum var lokið og hugbúnaðurinn tilbúinn til notkunar. Eftir nokkra góða fundi með teyminu mínu taldi ég mig hafa nægar upplýsingar til að gera ,,manual" fyrir þennan hluta lausnarinnar okkar og dreif í að skrifa hann. Hafði ekki hugmynd um að dregist hafði að hefja forritun og gat ekki annað en hlegið þegar til mín kom einn reyndasti forritarinn hjá fyrirtækinu og tilkynnti mér að hann ætlaði að fara að byrja að forrita og mundi gera það eftir ,,manualnum" mínum. Gamli RTFM bolurinn minn (hef átt þá nokkra, þvottavélin ritskoðaði einn þeirra) hafði í þetta skiptið orðið að áhrínsorðum/-bol.

anna olafsdottir bjornsson (2)

Nú er ég reyndar farin að ganga í bol með áletrun eitthvað á þá leið að fólki eigi frekar að lesa bækur en boli, en það er önnur saga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband