Er húmorsleysi glćpsamlegt?
18.8.2023 | 00:13
Ţegar ég var 16-17 ára og skrapp ađ heilsa upp á gamlan uppáhaldskennara á kennarastofu gamla gaggans míns (ţetta orđalag skilur fólk á mínum aldri) lenti ég í orđaskaki viđ annan kennara í fjarveru ţess rétta. Efniđ var hvort húmorsleysi vćri hćttulegt eđa jafnvel glćpsamlegt, eđa ekki. Auđvitađ gáleysistal ungs beturvitrungs sem var ađ reyna ađ slá nćstum miđaldra kennara út af laginu. Ég var sem sagt sú sem hélt ţví fram ađ húmorsleysi vćri hćttulegt ef ekki glćpsamlegt. Hann reyndi ađ tala um fyrir ţessari harđbrjósta unglingsstelpu. Seinna kom reyndar í ljós ađ ţessi mađur var ekki sérlega vandađur pappír, en ţađ vissi ég ekki ţarna. Húmorslaus eđa -lítill hefur hann ţó alla tíđ veriđ.
Datt ţetta í hug út af dálitlu í kvöld og ţá rifjađst líka upp fyrir mér alveg yndisleg ritdeila sem ég lenti í í norskum hannyrđahópi á samfélagsmiđli fyrir nokkrum misserum. Ţessi hópur gaf sig út fyrir ađ hafa auga fyrir húmor í hannyrđum og ţađ fannst mér spennandi. En ţarna, af öllum stöđum, lenti ég sem sagt algerlega óvart í harđri ritdeilu viđ sjálfskipađan hrútskýrara um óleysta stćrđfrćđiţraut (ekki handavinnuna), en ég hafđi vogađ mér ađ sauma útsaumsverk út frá ferli ţessarar stćrđfrćđiţrautar, sem byggđ er á glćru skólabróđur míns úr tölvunarfrćđinni. Og mér fannst ţađ náttúrulega mjög fyndiđ.
Henti mér auđvitađ í snatri út úr ţessum hópi og átti ekki orđ yfir fáránleika málsins. Ţetta var hannyrđahópur! Á ekki ýkja skarpa mynd af útsaumsverkinu og frummyndin er geymd á góđum stađ svo ég birti bara mynd af tveimur gleđigjöfum á pöbb í Englandi í stađinn.
Ţví miđur henti ég mér út úr hópnum áđur en ég var búin ađ finna réttu greinina sem sýndi svo ekki var um villst ađ ţar ađ auki hafđi ég rétt fyrir mér varđandi ţrautina og hann alrangt. Sá smá eftir ţví ađ hafa veriđ svona bráđlát ... en veit ekki hvort hinir Norđmennirnir í hópnum hefđu haft húmor fyrir ţví. Aftur á móti voru mínir vćnu FB-vinir ábyggilega sammála mér ef ég hef haft rćnu á ađ segja ţessa furđusögu ţar, sem mér ţykir líklegt.
Skil svo ţessa spurningu eftir hjá ykkur, kćru blogglesendur mínir, og efast ekki um ađ ţiđ eruđ bćđi mildari og mun síđur dómhörđ en ég.