Forsjárlaust kapp
22.7.2023 | 00:41
Mér skilst ađ kapp sé best međ forsjá. Grunar samt ađ lesendur ţekki forsjárlaust kapp, ţegar viđ ćđum áfram langt umfram áćtlun og stundum líka getu. Er svolítiđ veik fyrir ţví ţegar ţađ hendir, sem er svosem ekkert vođalega oft, svo framarlega sem ţađ kemur ekki í bakiđ á mér - og hér á ég viđ ţađ í bókstaflegri merkingu, bakiđ er veiki hlekkurinn ţegar ég er eitthvađ ađ djöflast. Hvort sem ţiđ eruđ ađ ofgera ykkur í fjallgöngum, eins og sumir vinir mínir, ekki ég, eftir ađ ég lét undan blessađri lofthrćđslunni, eđa bara ađ taka tarnir í einhverju allt öđru, eins og mér hćttir til ađ gera, kappiđ keyrir okkur oft hćfilega langt áfram.
Fáránlega langar og harđar tarnir hafa oft skilađ skemmtilegri útkomu ţegar ég hef veriđ ađ glíma viđ verkefni í myndlist, en ţađ má líka virkja keppnisskapiđ í hversdagslegri iđkun og í ţeirri stöđu er ég ţessa dagana. Finn ađ mér hleypur kapp í kinn ţegar ég er komin á gott skriđ og ţađ skilar alltaf einhverju góđu. Sumum finnst mest gaman ađ keppa viđ ađra, mér dugar ađ keppa viđ sjálfa mig. Stundum vantar ţá agnarögn upp á ađ vera forsjál, en ţađ gerir ekkert til. Langtímamarkmiđiđ er alltaf ţekkt og ađ ţví má vinna og helst fara framúr.
Held ég geti ţakkađ Georgi bróđur mínum ţađ ađ ég fór ađ kannast viđ ađ hafa keppnisskap og ţora ađ spila á ţađ (og sjálfa mig í leiđinni). Í ţví undantekningartilfelli snerist ţađ um ađ vinna einhverja ađra en sjálfa mig, ţađ er ađ segja hann, í skvassi meira ađ segja. ,,Ţú vilt bara tapa," sagđi hann stríđnislega og meira ţurfti ekki og mér fór hratt fram í íţróttinni á kappinu einu saman. Ţađ hefđi líklega fariđ illa ef ég hefđi ekki á kapplausa tímabilinu lćrt sitt af hverju í tćkninni og sótt mér kennslu í skvassi. Í ţví tilfelli smá forsjá, en ţađ vissi ég ekki ţegar ég var ađ lćra. Spurning hvort forsjá án kapps sé algeng, spyr sú sem ekki veit.