Föstudagurinn laaaaaaaaaaaaaaaaangi framundan

Viđ erum ekkert svo fá sem munum ţá tíđ ţegar föstudagurinn langi var enn lengri en á seinustu árum. Ţegar allt var lokađ, ekkert mátti, alla vega alls ekki spila á spil, og fólk átti bara almennt ađ vera grafalvarlegt í bragđi. Enn eimir eftir af ţessari tilhneigingu, ég kynnti mér um daginn hvađa kaffihús, ţađ er ađ segja ţau sem selja almennilegt kaffi (!) vćru opin á föstudaginn langa og ţađ kom í ljós ađ ótrúlega mörg af mínum uppáhalds voru annađ hvort lokuđ eđa skelltu í lás um miđjan morgun (kl. 16 til dćmis) ţann dag.

Eins og margir Íslendingar er ég alls ekki trúlaus og kunni ýmislegt sem ég lćrđi forđum í sunnudagsskólanum sem Inga og Sjöfn vinkonur mínar sáu um ađ ég sćkti. En viđurkenni fúslega ákveđiđ kćruleysi í trúnni og föstudagurinn langi var kannski helst svolítiđ trúarlegur eftir ađ Ólafur fóstri minn uppgötvađi Jesus Christ Superstar og spilađi alltaf á föstudaginn langa. Merkilegt, ţar sem hann sýndi yfirleitt lítinn áhuga á tónlist ţar fyrir utan. 

Mig hlýtur ađ misminna ađ ég hafi einu sinni veriđ međal lćknanema í Debrecen yfir páska og annars árs nemar hafi átt ađ mćta til ađ ćfa sig ađ kryfja lík einmitt á ţessum frćga dánardegi, ađ vísu fyrir nćstum 2000 árum (dánardćgriđ, ekki krufningin). 

Ţó verđ ég ađ játa ađ einu sinni naut ég virkilega góđs af ţví hversu langur föstudagurinn langi var. Ţá var ég hjá henni Sigrúnu Guđmundsdóttur í skúlptúrtímum í Myndlistaskólanum og ákveđiđ var ađ hittast til ađ steypa styttur kl. 11 á föstudaginn langa. Ţetta var óralangur dagur, en svo vel vildi til ađ fermingarveisla Óla okkar hafđi veriđ daginn áđur, og ţótt ég hefđi svariđ ţađ ađ ég vćri alveg fullfćr um ađ sjá um veitingar ađ ţessu sinni, ţá treysti fjölskyldan mín ţví greinilega ekki og húsiđ fylltist af brauđtertum og alls konar góđgćti, ofan á vel ríflegan skammt sem ég hafđi útbúiđ međ talsverđu stolti. Ţađ vildi nefnilega svo til, sex árum fyrr, ađ hún Hanna dóttir okkar (ţá 9 ára gömul) sagđi međ áhyggjusvip: Mamma, ţú veist ađ ţú verđur ađ ferma í nćstu kosningabaráttu. Og ţađ gekk eftir. Hún var fermd fjórum árum síđar og meira ađ segja upplýsingahópur Kvennalistans kom međ krćsingar, en systur okkar Ara, Elísabet og Síví, áttu samt stćrstan heiđurinn ţađ áriđ og ég nánast ekki nokkurn. Svo ţađ var kannski ekki skrýtiđ ađ plan B hefđi veriđ virkjađ ţegar nćsta ferming var yfirvofandi (ţótt engar kosningar vćru).

376807_4207579426198_1134309722_n

Viđ vorum allar, nemendur Sigrúnar, í fullri vinnu á ţessum tíma og sumar gott betur, svo ţađ kom sér vel ađ ţessi tiltekni föstudagur var svona vođalega langur. Afgangarnir úr fermingarveislu 2 reyndust okkur heilladrjúgir ţennan dag (ekkert sérlega mikiđ af kjötmeti, svo ţví sé haldiđ til haga) enda vorum viđ ađ framundir miđnćtti og vorum orđnar hćfilega ruglađar í lokin, ţótt engar vćru hćttulegu gufurnar, eins og í sumri myndlist. Til dćmis fékk steinsteypta styttan sem ég er ađ slá utan af á myndinni nafniđ Klara Mikk, í höfuđiđ á sćnskri blöndu sem ég bar utan á hana af ţví henni var ćtlađur stađur utan dyra. (Vćntanlega eitthvađ Clara Mix, glćr blanda, býst ég viđ). Ađallega notađ á legsteina, sem okkur fannst vel viđ hćfi. 

Komandi föstudag (langa) erum viđ tvćr vinkonur frá ţessum Myndlistarskólaárum ađ fara ađ hittast, já, ţađ eru til uppáhaldskaffihús sem skella ekki á nefiđ á okkur um miđjan morgun. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband