Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Afhjúpun og alvarlegt grín
1.6.2007 | 23:54
Þetta er með betur heppnuðum göbbum sem ég hef heyrt um. Alla vega verð ég að viðurkenna að mér er stórlega létt að þetta nýrnalotterí var ekki alvara í þeim búningi sem það var sett fram. Hins vegar afhjúpar þetta nokkrar staðreyndir: Í fyrsta lagi að það er ekki lengur útilokað að svona þáttur verði settur í loftið (auðvitað ekki þessi, en eitthvað í sama dúr). Í öðru lagi virðist þurfa að grípa til æði róttækra ráða til að vekja athygli á verðugum málstað. Og í þriðja lagi, sjúklingarnir sem bíða, bæði þeir sem tóku þátt í gabbinu og allir hinir, þeir eru ekki búnir að fá úrlausn. Þannig að öllu almennilegu gamni fylgir alvara og í þessu tilfelli dauðans alvara.
Raunveruleikaþáttur um nýrnagjafa reyndist gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég verð að játa, að mér fannst þetta nokkuð ósmekklegt gabb. Ekki síst þegar ég sá myndir af þátttakendum flissandi yfir gríninu ...
Hlynur Þór Magnússon, 2.6.2007 kl. 08:22
Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta eitt best heppnaða grín sem ég hef heyrt lengi.
Málið er að þetta er eitt besta kynning sem líffæragjöf hefur fengið lengi, þetta vekur fólk til umhugsunar um hversu svakalega erfitt er að fá líffæri til gjafar.
Það sorglega við þetta er að það eru sífellt fleiri sem segja nei við að gefa líffæri úr látnum aðstandendum sínum. Það er alveg rosalega alvarleg staðreynd...
Jóhanna 2.6.2007 kl. 09:16
Þetta er mjög ósmekklegt athæfi. Það hlýtur að nokkuð sjúkur húmor hjá mönnum ef þetta hefur átt að vera fyndið.
Jens Sigurjónsson, 2.6.2007 kl. 13:06
Smekkleysið felst auðvitað fyrst og fremst í því að við búum í samfélagi þar sem það er síður en svo útilokað að upprunalegi þátturinn hefði verið settur í loftið. Alvara málsins er að einhver telji sig þurfa að grípa til slíkra úrræða til að vekja fólk til umhugsunar um jafn alvarlegt mál og hér er á ferðinni. Og þetta gabb heppnaðist fullkomlega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.6.2007 kl. 14:30
Þetta var grátt gaman sem heppnaðist vel. Vakti athygli á þessu og þar með var björninn unninn. Vona að fólk breyti afstöðu sinni til líffæragjafa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 16:55
Mér finnst þetta vel heppnað gabb en á erfitt með að finna "fyndið" í því, kannski af því að ég er farin að trúa því að svona þáttur geti allt eins orðið að veruleika miðað við t.d. siðferðið sem endurspeglast í nýja tölvuleiknum sem gengur út á að nauðga konum.
Anna Ólafsdóttir (anno) 2.6.2007 kl. 17:02
oooo, var þetta bara gabb??? ég sem að ættlaði að vinna nýra og eiga það í frysti ef að einhver í fjl. skyldi þurfa.
Mafía-- Linda Róberts., 2.6.2007 kl. 17:43