Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 577110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Og ekki brást Guðfríður Lilja ...
31.5.2007 | 22:05
Þetta er líklega skemmtilegasta stefnuræðuumræða sem ég hef fylgst með. Ekki brást Guðfríður Lilja þeirri trú sem ég hef á henni, enda átti ég ekki von á því. Hún talar um umhverfismál af þeirri brennandi sannfæringu og þekkingu sem sæmir þessum málaflokki. Og af lífi og sál. Þetta kvöld var upplifun og ég er til í að sætta mig við Vinstri græna stjórnarandstöðu með þessa glæsilegu málsvara í fararbroddi. Vonandi verða áhrif vinstri grænna á þessu kjörtímabili jafn öflug og þau á umræðuna í aðdraganda kosninganna, þá verður jafnvel hægt að lifa með þessari ríkisstjórn, af því hún VERÐUR að hlusta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Bjarkey Olsen til liðs við Fjallabyggð
- Ljúga hreinskilnislega um hlutina
- Síðasta norðurljósadýrðin í bili
- Nafn mannsins sem lést á föstudag
- Sex hópnauðganir á þremur og hálfum mánuði
- Andlát: Jónas Ingimundarson
- Einn Íslendingur hreppti 1,5 milljón
- Við höfum ekki fengið svar
- Réðust á trans konu fyrir utan World Class
- Steindór Andersen látinn
Erlent
- Lögsækir Maine vegna ágreinings við ríkisstjórann
- Dómari hótar að kæra Trump fyrir að óhlýðnast
- Seldu ónýta bíla sem nýja
- Spotify liggur niðri
- Orðið kona vísi til líffræðilegs kyns
- Hleypa ekki neinni aðstoð inn á Gasasvæðið
- Læknar segja Gasasvæðið að breytast í fjöldagröf
- Höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gasa
- Trump hótar Harvard-háskóla
- Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
Fólk
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
- Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára
- Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu
- Ung íslensk stúlka vekur heimsathygli
Viðskipti
- Of mikil skýrslugerð
- Ákveðin hjarðhegðun í gangi á markaðnum
- Sterkari bankar kostur
- Tollastefna Trumps
- 168 milljarða tap og skattgreiðendur sáttir?
- Óviss áhrif af óróleika á mörkuðum
- Gjaldþrota Kambar til sölu
- Google fjárfestir í jarðhita
- Gervihnattasamband fyrir mikilvæga innviði
- Stefnan byggð á veikum grunni
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Já ræðan hennar var mjög góð sem og ræða Katrínar báðar með öflugar stjórnarandstöðuræður, málefnalegar, hnitmiðaðar og góðar. Formaðurinn hinsvegar var blátt áfram kjánalegur.
Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:18
Lilja og Kata slógu í gegn. Og Steingrímur tók aumingja Samfó í bakaríið. Sumir í Samfó vita uppá sig (eða Össa og Sollu) skömmina og eru því svolítið sárir... Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 31.5.2007 kl. 22:20
Ég þakka fyrir aburðagóða fréttaþjónustu þína í kvöld. Og almættinu eða e-u öðru fyrir að pólitískur slappleiki hrjáir þig ekki eins og mig.
Kemur mér ekki á óvart að Katrín og Lilja hafi flutt góðar ræður. Þær hafa báðar margsýnt að þær hafa góð tök á tungumálinu.
HG 31.5.2007 kl. 22:35
Fyrirgefðu ónæðið svona æ ofan í æ, en ég sá á mbl.is að Guðni hafi sagt að Ingibjörg Sólrún hafi "étið grautinn sinn". Er það ekki einmitt það sem góðu börnin gera?
Það eru svo einhverjir aðrir sem éta hattinn sinn.
HG 31.5.2007 kl. 22:40
Ég missti aðeins framan af ræðu Steingríms, en allt sem ég heyrði frá honum var afburða gott, enginn þarf að vera undrandi á því. Þetta voru einfaldlega þær ræður sem uppúr stöðu, og ósköp var ánægjulegt að heyra þær.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.5.2007 kl. 22:59
HG mér fannst þetta með grautinn afar gott sérstaklega af því hann var saltur. Ég borða hafragraut á hverjum morgni og án salts er það algerlega ómögulegt.
Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:02
Guðfríður Lilja og Katrín stóðu sig afbura vel í umræðunum á þingi.Þessar stúlkur eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í pólutíkinni.Þær eru skýrmæltar, rökvísar og skilgreina afar vel sín mál.Sjálfsagt vildu allir eiga svona fulltrúa í sínum flokki.
Kristján Pétursson, 1.6.2007 kl. 21:04
Guðfríður Lilja finnst mér með öflugustu pólitíkusum sem komið hafa fram en ég er dálítið hissa á gagnrýnileysinu á ræðu Steingríms sem blasir við á flestöllum VG-bloggum. ég á svo bágt með að trúa því að fólk sé almennt svona ánægt með þessa nálgun hjá honum. Mér sjálfri finnst issjúið og það gagnrýniverða vera það hvað hann eyddi miklu púðri í að verja sjálfan sig, - af hverju taldi hann sig þurfa þess? - og er VG fólk virkilega ánægt með framgöngu hans dagana eftir kosningar?
Anna Ólafsdóttir (anno) 2.6.2007 kl. 16:42
Heyrði bara hálfa ræðuna hans Steingríms og var mikið ánægð með þann hluta, eflaust les ég restina við tækifæri. Varðandi framgöngu Steingríms eftir kosningar þá eru það kosningaúrslitin sem ég er óhress útaf, ekki framganga Steingríms J. Ég er fullkomlega sammála honum um að það voru ekki efni til og í rauninni þvert á úrslit kosninganna að koma Framsókn áfram til valda, og hverjir voru þá kostirnir? Fannst tilboðið um minnihlutastjórnina snjöll hugmynd og frumhlaup hjá Framsókn að fúlsa við henni. Sömuleiðis hefðu smá undirtektir frá Samfylkingunni gert þetta að kost sem hugsað hefði verið um. Ingibjörg Sólrún sæti þá í forsætisráðuneytinu. Aðrir kostir? Áttu VG að sannfæra Sjálfstæðisflokkinn um að ekki yrði erfitt að ná saman? Það hefði verið blekking, hins vegar hverf ég ekki frá því að það hefði orðið mjög góð ríkisstjórn, en ekki á þeim forsendum að VG hyrfi frá grundvallarmálum, heldur á þeim forsendum að þarna hefði orðið að semja ítarlegan málefnasáttmála, þar sem báðir aðilar hefðu getað lifað með, en ekki einhverja innhaldslausa suðu sem þegar er farin að valda ágreiningi á alla vegu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2007 kl. 00:54