Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Pólitísk þreyta um hvítasunnu?
27.5.2007 | 15:19
Merkilegt, það er eins og þreytutóns gæti í pólitískri umræðu um helgina. Nóg er að viðtölum i blöðum og fjölmiðlum en fátt nýtt að sjá og heyra, Halldór vildi Guðna ekki, ok við vissum það öll, Ingibjörg Sólrún er ættgreind á einum stað Guðlaugur Þór og Þórunn Sveinbjarnar í viðtali á öðrum stað, en engra mikilvægra spurninga spurt. Hver er á móti forvörum? Er það merkilegasta umhverfisverndarmálið að færa eigi matvælaeftirlitið til landbúnaðar-útvegs? og eitthvað annað til umhverfisráðuneytisins? Össur reynir að koma því á framfæri að Norðlingaölduvirkjun sé út af borðinu, en þegar Landsvirkjun segir annað, hverju trúir fólk? Vonandi hefur Össur rétt fyrir sér og við sjáum enga hártogunarlausn.
Ég er ekki þreytt, nema kannski á þessu máttlausa tali í fjölmiðlum. Geri orð Arlo Gurthie að mínum þegar hann segir eitthvað á þessa leið í lok hins endalausa lags (18 mín 20 sek langt): I can carry on, I'n not proud, nor tired ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Sammála þér Anna, ég var eimmitt að hugsa hvað væri búið að vinda pólutíkina hressilega.
Jens Sigurjónsson, 27.5.2007 kl. 22:09
Svo eru sumir farnir að dressa sig í alvöru Anna mín hefur þú tekið eftir því? Hælarnir mættir á svæðið bara. Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 09:51