Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hálfnað verk þá hafið er ... og beðið eftir myrkrinu (ef það kemur)
26.5.2007 | 19:22
Framkvæmdir helgarinnar fram til þessa: Búið að steypa í samskeytin milli timburgólfsins og steypta gólfsins uppi á lofti hjá okkur. Það er ágæt byrjun, þótt búið hafi verið að tæma loftið talsvert þokkalega þá hafa ansi mörg handtök farið í að lóðsa dót yfir á svalir og yfir í geymslu eða ruslakerru. Nú bíðum við eftir myrkrinu (ef það kemur) til að geta mælt mismunandi halla á gólfinu uppi, en vegna birtu sjást mælingarnar ekkert - skil það reyndar ekki, það hlýtur að eiga að vera hægt að gera mælingar í björtu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Það verður komið gott myrkur í ágúst. Gangi ykkur tryllingslega vel með þetta og ég bendi á myrkvunarrúllugardínur í IKEA, a la Jenný bloggvinkona, eða sólgleraugu til að vera með þegar mælt er.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:28
Mér þykir þetta forvitnilegt - ekki nægilega dimmt til að mæla? Hvaða aðferð er notuð þarna á Álftanesinu?
Annars, mín kæra, veitir þér nokkuð af góðri hvíld fram í ágúst?
Helga 26.5.2007 kl. 19:38
Þetta eru háþróaðar mælingagræjur og vanir feðgar að stýra þeim, en ég held það vanti hluta af þeim og því þarf að sjá ljósrönd á priki á nokkru færi. Það virkar ekki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2007 kl. 20:26