Hvítasunnan - ný verkefni bætast við

Spurði fyrir tveimur dögum hvað ætti að gera um Hvítasunnuna og svaraði sjálf: ,,Blogga um nýju ríkisstjórnina? Flota gólfið á efri hæðinni? Glápa á sjónvarpið? Fara upp í sumarbústað? Slappa af? Vinna í lokaverkefninu sínu? Alla vega get ég svarað fyrir mig, ég ætla að reyna að gera þetta allt, en ekki allt í einu þó." Þetta var áður en ég vissi að Ari þurfti að fara á undirbúningsfund fyrir hestaferð, vinnutengdan hádegismat á hvítasunnudag og við bæði í matarboð um kvöldið (líka vinnutengt), auk þess sem við þurftum að taka allt timbrið sem var út um allt tún eftir framkvæmdir vetrarins og taka niður stillasa af sömu ástæðu. Nema hvað, þetta bætist þá bara við listann.

  • Þrjú til fögur atriði eru þegar framkvæmd:
  • Túnið er tómt og tilbúið til sláttar
  • Ari er á hestaferðarfundinum einmitt núna
  • Við erum búin að slappa smá af (mikill svefn í gærkvöldi)
  • Sjónvarp hefur verið skoðað lítillega í bland við svefn og hvíld
Á dagskrá dagsins í dag er síðan hið metnaðarfulla verkefni: Flota gólf á efri hæðinni... vonandi að það gangi allt óskapalaust fyrir sig. Mikill áfangi þegar því verður lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna mín mundu bara að skemmta þér á milli.  Þá verður allt skemmtilegt.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 14:20

2 identicon

Passaðu hvar þú stígur með þú flotar!  Aðeins eitt verkefni á dagskránni hér í dag: Ná samkomulagi við sólina um að vera kjurr og halda sig réttu megin við skýín.

HG 26.5.2007 kl. 14:30

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það verður aðallega erfitt að segja Simba (ketti) að ganga ekki í flotinu, það er á leiðinni í uppáhaldssvefnstað hans. Verra að hafa steypt spor alla leið upp í rúmið hennar Hönnu. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2007 kl. 19:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband