Allt betra en að þegja ef manni blöskrar

Þessi ljóti leikur hefur verið fjarlægður ar torrent.is og umræðan sem spratt held ég að hafi verið góð. Anarkíska hjartað mitt gleðst alltaf þegar ég heyri hvað það eru margir sem vilja ekki endilega stýra samfélaginu bara með boðum og bönnum heldur með umræðu og ábyrgð. Kropotkín anarkistakenningasmiður væri eflaust stoltur af umræðunni á blogginu að undanförnu og jafnvel kjarnakvendið Emma Goldman hefði ábyggilega verið búin að blanda sér í umræðuna, ég þarf aðeins að pæla meira í hvað ég held að hún hefði sagt. En sem sagt, sumir aðstandendur frelsis á netinu (eins og torrent.is hlýtur að telja sig vera) vildu frekar láta lögguna taka sig en að taka sjálfstæða og ábyrga afstöðu, og það er ákveðin yfirlýsing. Þá veit maður hverjir þrá netlögguna heitast, skrýtið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mín skoðun er sú að því fl. sem taka ábyrgð og láti rödd sína heyrast, á neti eða annarsstaðar, því betra. ef allir hugsa: þetta þýðir bara ekkert því .... ! þá gerist ekkert og hlutirnir verða bara verri og verri. það að leikurinn er tekinn af netinu er alveg frábært og merki þess að rödd/raddir heyrast og við öll höfum áhrif.það getur verið að hlutirnir breitist ekki strax í ýmsum málum, en því meira sem við heyrumst, því meiru fáum við áorkað, og höfum áhrif á aðra, sem eru þjóðfélagið.

hafðu fallegan laugardag kæra anna.

Ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 05:38

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er samála Steinu um að þessi hugsunargangur að það "þýðir ekki neitt" að sporna við svona hlutum er ekki góður. Auðvitað á að gera allt sem hægt er til að torvelda aðgang að svona ósóma. Það þýðir að þeir sem sækjast í svona óþverra þurfa að hafa meira fyrir því. Síðan er umræða og forvarnir besta leiðin til að koma í veg fyrir þetta og aukin ábyrgð og siðferði þeirra sem halda úti síðum sem allir hafa aðgang að. Það var því miður greinilegt að stjórnendur Torrent.is sáu ekkert athugavert við að hafa þennann "leik" inná síðunni sinni og það var eingöngu vegna þrýstings sem hann var tekinn út. Ég sá í fréttinni frá RUV að textinn við leikinn var eitthvað á þessa leið "Leikurinn gengur útá að nauðga gellum". Sér fólk virkilega ekkert athugavert við þetta?

Hafðu æðislega helgi Anna og takk fyrir að taka þessa umræðu upp. Hún er góð.

Kristján Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 08:45

3 identicon

Sammála ykkur öllum. Þetta er ósómi og það á að gera hvað sem er til að stoppa svona lágkúru, ef það er þá hægt.Held samt að eins og Jón Arnar bendir á að fólk nái í þennan leik ef það vill annarsstaðar og nú er búið að "auglýsa" hann upp og gera spennandi með umfjölluninni. Annars almennt er ég fylgjandi að "allt sér leyfilegt, nema það sé sérstaklega bannað" heldur en "allt er bannað, nema það sé sérstaklega leyfilegt".

Brattur 26.5.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mér finnst rökin "frelsi fylgir ábyrgð" vel við hæfi hér. Ef fólk hefur ekki dómgreind eða siðferði eins og kemur grannt fram í þessu tilfelli verða yfirvöld að grípa inní. Flestir hafa ákveðið skyn hvað er rangt og rétt sem betur fer.

Kristján Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 09:09

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Niðurstaðan er alla vega sú að flestir sem blanda sér í umræðuna eru hlynntir því að sýna ábyrgð og segja skoðun sína, það er góð byrjun. Takk fyrir innleggin.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2007 kl. 13:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband