Dýrmætu tækifæri til að taka afstöðu gegn kynferðisglæpum hafnað - hugleysi eða hugsunarleysi?
25.5.2007 | 00:56
Umræða um frelsið á netinu hefur alltaf verið óskaplega brothætt. Ég held að flest hugsandi fólk sé á móti nauðgunarleikjum, í hvaða birtingarmynd sem þeir koma. Um það þarf varla að deila. En mér fannst merkilegt að heyra í kvöld í fréttum viðtal við einstakling (sem ég átti von á að væri hlynntur frelsi á netinu) segja að hann væri ekki tilbúinn að taka net-naugunarleikinn af torrent.is nema að honum yrði skipað það af einhverjum vörðum laganna. Á það sem sagt að stýra móralnum á netinu hvort einhver lög eru til eða ekki sem leyfa eitthvert fyrirbæri eða banna það. Lög eru misströng, misréttlát og misvirk. Í einu landi er það í takt við lög að drepa menn (gengur undir dulnefninu dauðarefsing) í öðru landi er allt leyft ef það er ekki sérstaklega bannað. Mér finnst að netverjar eigi að setja markið hærra en svo að bíða eftir því að löggan taki þá. Vissulega þrífst margt og margvíslegt á netinu og ég er innilega sammála því að stundum dugar ekkert nema vald laganna til að stöðva menn, eins og til dæmis barnaníðinga. En mér finnst fáránlegt að skýla sér bak við lögin og stilla sér upp við hlið barnaníðinganna sjálfviljugur að óþörfu, ,,þetta er ok á meðan ég er ekki tekinn af löggunni"-stíllinn. Það er vitað að krimmar, meira að segja barnaníðingar hafa sloppið undan lögum út af tæknigöllum, skorti á sönnunargögnum eða öðru, en það þýðir ekki að ekki eigi að stoppa þá. Það er líka vitað að sá möguleiki er fyrir hendi að menn séu dæmdir í harðari refsingu fyrir þjófnað af hvers konar tagi, hugbúnaðar-, skartgripa-, peninga- og alls konar þjófnað en fyrir kynferðisglæpi. Mér finnast skráaskipti fín hugmynd, allt frá því ég fór fyrst að kíkja á gamla Napster, en mér finnst ekki að það firri þá sem skipulegga skráskiptin ábyrgð á að hugsa og íhuga sína samfélagslegu ábyrgð.
Einu sinni var sagt að fyllibytturnar kæmu óorði á brennivínið. Nú er löngu orðin þjóðarsátt um miklu þroskaðri hugsun gagnvart vímuefnum, hugsun sem byggir á íhlutun þegar í óefni er komið, ábyrgð og ýmsum aðgerðum og leiðum sem útheimta velvilja, þroska, hugsun, yfirvegaðar aðferðir og vitund um að til sé eitthvað sem er jákvæðara en annað. Lýsi eftir sams konar móral á netinu, íhlutun og ábyrgð netverja sjálfra. Hvar er allt liðið sem er á móti netlöggunni, er það kannski farið að kveina: Ég vil ekki sýna ábyrgð, ég vil bara að löggan taki mig!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Athugasemdir
En þessi leikur er víst bara teiknimyndir, hann er ekki raunverulegur. Og þeir sem leika hann eru EKKI barnaníðingar. Þetta er ljótur leikur, en leikur samt. Óþarfi að blanda barnaníðingum inn í þetta. Þeir eru ekki neinn leikur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 01:28
Þetta er kennsla. Þetta hefur áhrif. Ég er sammála Önnu: það verður að taka á þessu, banna þetta algerlega, rétt eins og brezk lög banna það að lofa og mæra hryðjuverkamenn og hatursfulla stefnu þeirra. Að leyfa svona lagað er ósvinna og eykur þá fyrirlitningu á konum, sem býr til nauðgara. Ömurlegt að horfa upp á þennan strák með sínar vandræðalegu, asnalegu afsakanir í Sjónvarpi í gærkvöldi.
Jón Valur Jensson, 25.5.2007 kl. 08:25
Fáránlegur leikur sem segir heilmikið um þá sem leikinn hanna og gefa út. En hvað með foreldra, uppeldi og aðgengi unglinga að tölvum........innræti......á það hvergi heima inni í jöfnunni?
Vilborg G. Hansen, 25.5.2007 kl. 08:35
Allir eiga að bera ábyrgð, netverjar, fjölskyldan, löggjafinn og samfélagið í heild á ekki að sætta sig við það sem er ólíðanlegt. Það að stilla þessu rugli upp við hliðina á barnaníðingum er einfaldlega aðferð til að sýna að við megum ekki treysta á að lagasetning dekki allt og að við berum enga samfélagslega ábyrgð, ef lög hafa ekki verið brotin.
Barnaníðingar geta sloppið á lagatæknilegum grunni, tilfelli eins og net-nauðgunarleikir geta sloppið gegnum síuna af því lögin sjá ekki allt fyrir og munu aldrei gera það. Það liggja hliðstæðurnar. Það firrir samfélagið ekki ábyrgð á því að grípa inn í ef þörf er á.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2007 kl. 11:12
Anna ég er sammála þér og þessum skrifum...aðalvandamálið er einmitt þetta að taka ekki ábyrgð og sú ábyrgð þarf að finnast alls staðar. Hver einstaklingur þarf að taka ábyrgð á því sem hann lætur frá sér fara...
En ein mynd sem snýst í kollinum á mér er að stjórnvöld hafa því miður ekk sett inn sterkan tón um að vera ábyrgir fyrir því sem þeir gera...við æifum í samfélgai esem hefur yfirgefið ábyrgðina. Það ber enginn ábyrgð á neinu..þessu þarf að breyta og fyrirmyndirnar að vera skýrar og sýnilegar um hvað er hvað. Hvað það þýðir að taka ábyrgð. Kannski tilvalið efni í menntadeildirnar okkar..ábyrgð og andofbeldi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 11:34
ég er mikið sammála þér anna. þetta er hið versta mál. ég veit að hérna í danmörku geta barnaníðingar fengið salarkynni há sveitafélögunum til að hafa fundi sín á milli án þess að borga leigu.
þetta er einhvernvegin absurd að mínu mati að þessi samtök séu obinber og leyfileg. að þetta sé leyfilegt segir mér að það sé eitthvað að í þjóðfélaginu.
annað sem er kannski ekki alveg af sama grunni að mati margra, en er mikið hjartans mál fyrir mér, er að það er leyfilegt að nota dýr kynferðislega hérna í dk, ef það skaðar ekki dýrirð, líkamlega og andlega.
Ég segi nú bara Guð minn góður, hver getur dæmt um það ?
Kynferðisnotkun á dýrum er stórt vandamál í DK. Bændur mega ekki læsa húsunum þar sem dýrin eru vegna brunaeftirlits. þannig að það er greið leið fyrir það fólk sem hefur svona þarfir. og það eru margir. á netinu er svo heimasíða þar sem þetta blessaða fólk gefur hvert öðru ráð sem dæmi: ”Hejsa. Efter at have læst Tøsen's historie om ornesex, vil jeg lige skrive et par ord. Lad mig med det samme slå fast, at det kan være livsfarligt at dyrke denne passion alene, flere landmænd er omkommet, efter nærkontakt med en utilfreds orne. Vær ALTID 2. Men som hun skrev, havde hun problemer med ornens vægt, og hun fik skrammer på ryggen fra dens tæer. Dette problem kan afhjælpes. Mange landbrug tapper i dag, selv deres sæd til inseminering, dertil bruges et fantom. Lad ornen springe på dette og kravl så i position. Derved slipper du for at skulle bære ornen, og du får ikke mærker på ryggen.” Og dette: ”Sæd fra orner smager udmærket men ikke af ret meget, det smager af mindre end en mands sæd normalt gør. Men grisene får jo heller ikke så varieret mad og det har jo også noget med det at gøre.”
Hver á að verja dýrin og taka ábyrgð á svona málum og öðrum ofbeldismálum, ef ekki samfélag, og hver er samfélaið annað en við.
Ljós og Kærleikur til þín og hafðu fallegan dag.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 11:35
Sammál þér Anna og engu við þetta að bæta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 16:01
Steina, mér finnst þú vera að nefna svo sorglega gott dæmi um ófullkomleik laganna og hvernig þarf að taka afstöðu út frá fleiru en köldum lagabókstaf, síðan má alltaf vinna að því að laga lögin, en bara ekki að láta sem allt sé í lagi bara af því að það er ekki lögbrot.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2007 kl. 16:21
Það er ekki hægt að réttlæta allt með einhverjum "rökum" um að þetta sé "löglegt". Það hlítur að vera einhver siðferðisskylda og ábyrgð sem gildir í þessu tilfelli. Hér er Íslensk leikjasíða uppvís að bjóða aðgang að mjög svo vafasömum "leik".
Að réttlæta það með þeim rökum að ef þessi leikur er bannaður afhvjerju ekki að banna alla ofbeldisleiki o.fr. Menn reyna alltaf að réttlæta hluti í nafni "frelsis". Ef að við (mannkynið) höfum ekki dómgreind til að sjá rétt frá röngu þá er eitthvað mikið að og þá þurfum við aðeins að staldra við og fara í alvarlega sjálfsskoðun.
Kristján Kristjánsson, 25.5.2007 kl. 16:38
Sæl, Anna, í stað þess að koma viðbjóði mínum á þessum "leik" í orð (enda trúi ég því að þú getir án minnar aðstoðar sagt þér hver er skoðun mín á þessu), þá skokkaði ég milli bloggsíðna til að sjá hvað fólk hefði um þetta að segja. Þetta gengur greinilega fram af fólki, ekki bara konum, körlum líka. Dropinn holar greinilega steininn.
Innleggið frá Steinunni Helgu er gott, þ.e.a.s. þótt maður geti lítið gert þá er sjálfsagt að hafa augum opin fyrir veruleikum. Verð með æluna í hálsinum lengi enn.
HG 25.5.2007 kl. 17:36
Maður skilur ekki hvaða hvatir liggja að baki sem fær menn til að búa til svona "leiki" þetta er viðbjóður.
Jens Sigurjónsson, 25.5.2007 kl. 20:12
Alla vega sammála þér.
Paul Nikolov, 25.5.2007 kl. 20:39