Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 575863
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Loðinn og afdráttarlaus - er það málefnasamningur ríkisstjórnarinnar?
24.5.2007 | 23:28
Þegar er farið að deila hart um hvað felist í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar (Matthildingar (Daðvíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn) kölluðu þetta fyrirbæri reyndar málamyndasamsetning, á meðan sá frægi útvarpsþáttur ,,Beint útvarp frá Matthildi" var við lýði).
Sem sagt, var verið að afstýra Norðlingaölduvirkjun eða ekki? Ekki, segir Landsvirkjun.
Óbreyttur hraði á stóriðjuframkvæmdum eða ekki? Allir spyrja í kross og enginn veit neitt.
Kristján Rétursson hefur fjallað nokkuð um orðfærið á plagginu: Stefnt skal að ... og allt þetta loðna orðalag sem einhvern tíma hefði verið kallað ,,loðið og afdráttarlaust"
Ég veit að ég á eftir að grafa mig í þessi orð og reyna að skilja þau, og fylgjast svo með hvernig verk ríkisstjórnarinnar þróast. En í augnablikinu finnst mér þetta allt saman frekar og finnst tilhugsunin um kalda en sólríka hvítasunnu fulla af framkvæmdum og vonandi smá hvíld líka vera fýsilegri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »