Hlakka til hækkandi sólar en elska skammdegið
9.12.2015 | 00:13
Þessi tími árs hefur tilhneigingu til að líða hratt. Yfirleitt hef ég haft allt of mikið að gera á þessum árstíma og þetta ár jafnvel enn skæðara en önnur hvað það varðar. Trúi því varla að það séu bara 12-13 daga þar til sól fer að hækka á lofti. Eins og mér finnst skammdegið fallegt og notalegt, og elska jólasvipinn um þetta leyti árs, þá er ég eins og fleiri hagsmunaaðili um hækkandi sól. Aðalástæðan er meiri tími fyrir sólina að bræða burtu hálkuna sem starfsmenn vegagerða og bæjarfélaga hafa ekki tóm eða tæki til. Þegar ég fer á eftirlaun ætla ég að hella mér út í skammdegisnotalegheit, sem ég hef reyndar getað leyft mér undanfarna mánuði vegna vinnu, vera heima ef mér leiðist færðin, því annað er ekki til að leiðast í skammdeginu.
Og svo er það hin hliðin á málinu, eftir að ég tók upp golf, þá eru björtu sumarnæturnar miklu skemmtilegri heldur en þegar ég stundaði sveitaböllin af krafti austur í sveitum hér í eina tíð, og svo þegar maður var að koma úr reykmettuðu, háværu og skuggsælu umhverfi danssalarins á Hvoli, þá fékk maður morgunsólina í augun um miðja nótt!
Skammdegisástina réttlæti ég með íslenskum erfðum, sem svosem dugar alls ekki öllum, stutt gúggl leiddi mig á síðu Náttúrulækningafélagsins, og birti hér link á umræður sem Jóhann Axelsson tók þátt í, sá sem ég þekki helst sem þann sem rannsakað hefur skammdegisþunglyndi. Af því ég hendi þessu hér inn lítt klipptu, þá eru aðrir nefndir til sögunnar sem ég veit lítið um. Kannski á ég eftir að fylla inn í þetta, kannski ekki. Þarna er líka verið að ræða sitthvað fleira, en það er hlutur Vestur-Íslendinga sem mér finnst forvitnilegastur:
http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms. - See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf
Sp.: Hafa Vestur-Íslendingar reynst öðruvísi en við, hvað skammdegisþunglyndi varðar? Það var víst gerð einhver rannsókn þar.
Jóhann Axelsson: Það sem er kannski merkilegra er, að þeir eru nú ekkert öðruvísi heldur en við. Ég veit um hvað þú ert að spyrja. Það var þannig að eftir að Jón G. Stefánsson og Andrés voru búnir að gera sína könnun fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms.
Sp.: Hafa Vestur-Íslendingar reynst öðruvísi en við, hvað skammdegisþunglyndi varðar? Það var víst gerð einhver rannsókn þar.
Jóhann Axelsson: Það sem er kannski merkilegra er, að þeir eru nú ekkert öðruvísi heldur en við. Ég veit um hvað þú ert að spyrja. Það var þannig að eftir að Jón G. Stefánsson og Andrés voru búnir að gera sína könnun fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms.