Léttir og leiðindi: Mun eigingirni Sjálfstæðismanna ráða för og er það sanngjarnt gagnvart þjóðinni? Hlýðir forsetinn Geir?

Finn fyrir raunverulegum létti yfir því að núverandi stjórnarsamstarf skuli hafa verið blásið af. Hvort sem það var raunsæi Framsóknarmanna eða áhugaleysi Sjálfstæðismanna sem réð för, forvitnilegt að vita hvort eitthvað lekur út um það.

Þá eru það leiðindin. Geir tók af skarið strax í dag að hann ætlaði að tala við Samfylkinguna (forsetinn þarf þó væntanlega að samþykkja það, Geir! Það var alveg óþarfi að hnýta í hann í leiðinni með því að segja að hann ætti að hlýða þér og vinna vinnuna sína - sem þú sagðir óbeint). Fylgi hugur máli, sem ætla má, þá getur stefnt í langa og leiðinlega stjórn (það sagði ég líka þegar Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tókum höndum saman fyrir 12 árum og hafði því miður rétt fyrir mér). Mér finnst það ákveðin eigingirni hjá Sjálfstæðismönnum að ætla að túlka úrslit kosniganna sem svo að þeim beri að mynda stjórn sem er þægilegust fyrir Sjálfstæðismenn. Því það er ástæðan sem Geir gaf upp: Styttra milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks en milli Sjálfstæðisflokks og VG.

Ég get bara alls ekki túlkað kosningurslitin þannig að þær snerust um að velja þægilegasta samstarfsflokkinn fyrir Sjallana. Það var kannski hægt að réttlæta að fyrst stjórnin hélt velli væri tilefni til að ræða áframhaldandi samstarf. Ótvíræður sigurvegari kosninganna var VG, Sjálfstæðisflokkur var rétt að lappa upp á ástandið eftir stórtap fyrir fjórum árum. Samt ætla Sjálfstæðismenn að tala við Samfylkinguna, ef forsetinn veitir Geir stjórnarmyndunarumboðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú viss um nafna að þessar viðræður skili stjórn?

Anna Ólafsdóttir (anno) 17.5.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mjög hrædd um það, annars hefði Geir fært rök fyrir því að hann langaði að tala við VG fyrst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.5.2007 kl. 15:08

3 identicon

Er eitthvað óeðlilegt við það að sá flokkur sem fær flesta menn kjörna í Alþingiskosningum fái umboð til stjórnarmyndunar?  Tel það afar eðlilegt miðað við lýðræðislegar kosningar.

Svavar Friðriksson 17.5.2007 kl. 15:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband