Fallin með 4,9???

Skyldi ríkisstjórnin ekki örugglega vera fallin?

Skyldi hún vera fallin með 4,9?

Ef þetta verður tæpt, hvað gerist þá?

Við vissum alltaf að þetta yrði spennandi kosninganótt, nú vantar mig bara Guðfríði Lilju inn, sem viðbót við góðan hóp þegar kosinna VG-þingmanna. Gott að hafa fengið sér blund í dag, ekki veitir af. Nú bíð ég bara eftir feðgunum heim, einn að lesa og/eða djamma og annar að klára skyldustörf í kjörstjórn. En fyrir smá stundu var ég reyndar með tvær sjónvarpsstöðvar í gangi og tvö blogg líka. Aðeins að róast í bili, en þetta verður óbærileg spenna, væntanlega í alla nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Því miðir virðist Liljuna vanta helst til mikið til að komast inn. En nóttin er ung...

Auðun Gíslason, 12.5.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, þetta er æsispennandi, en alla vega þá vil ég að eftirfarandi standi: Ríkisstjórnin falli og stjórnarandstaðan myndi næstu stjórn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.5.2007 kl. 00:05

3 identicon

Mér sýnist á nýjustu tölum að það sé ekkert gefið. EN líklega verður ekki sama stjórn nema framsókn sé haldin einhverri sjálfseyðingarhvöt.

Anna Ólafsdóttir (anno) 13.5.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Stefnir í langa nótt og stranga, en ég vona að allt verði gott sem endar vel, og eins gott að Samfylkingin hlaupi ekki út undan sér. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.5.2007 kl. 00:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband