Kosningadraumar - skyldi annað hvort okkar vera berdreymið?

Mig dreymdi Ingibjörgu Sólrúnu í nótt, ekki oft sem mig dreymir hana, en ég vona að það sé fyrir því að Samfylkingin og Vinstri grænir nái saman í ríkisstjórn. Var að ræða þetta í kosningakaffi hjá VG í dag og heyrði þá af ansi merkilegum draumi sem einn af þungavigtarmönnum Sjálfstæðismanna hafði dreymt (sá er talinn mjög berdreyminn). Hann dreymdi að Sjálfstæðismenn fengju 24 þingmenn og mér líst bara nokkuð vel á það, ef Framsókn fær sína sex menn, já, þá er þetta bara einföld stærðfræði. Hann dreymdi ekki þingmannatölu annarra en þessi draumur hafði þó verið mjög hagstæður vinstri grænum, og ég ætla sannarleg að vona að hann sé að dreyma fyrir daglátum. Ólíklegur maður, sem gerir þetta jafnvel enn trúverðugra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...draumarkjörorð dagsins er: Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Halló, Anna. Ég held að þessi draumur hljóti að rætast - ég held að ISG verði góður forsætisráðherra. Fyrir þremur mánuðum fengu Samfó og VG 33 til samans í skoðanakönnun, líka meiri hluta í einni könnun í nóv. Ef við fáum meiri hluta á þriggja mánaða fresti ... ja, þá ... Það er betra að vera bjartsýnn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.5.2007 kl. 19:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband