Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
X-V fyrir velferð, visku og von (og helst betra veður líka)
12.5.2007 | 01:18
Stund sannleikans rennur upp á morgun og á góðum degi gæti ríkisstjórnin fallið. En þá er það spurningin, hvað kemur í staðinn? Vinstri græn eiga mikið erindi í ríkisstjórn, ekki síst einmitt núna, þegar misskipting og mistök í umhverfismálum lita lífið á þessu annars ágæta landi okkar.
Ég vil að það verði aukin velferð fyrir alla
Ég vil að stjórnviska ráði ferðinni, efnahagsstefna án þenslu sem fylgir stórframkvæmdum
Og ég leyfi mér að halda í þá von að einhverju verði bjargað af því sem verið er að og til stendur að fórna á altari stóriðjunnar
Svo er ég líka í hópi þeirra sem trúa því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum, og eins og ég er nú sólarsækin manneskja, þá met ég það samt svo að gott veður í framtíðinni byggist á ábyrgð í umhverfismálum. Óeðlilegir þurrkar, bráðnun á íshellum og annað slíkt getur leitt yfir okkur aðstæður sem við ráðum ekki við, það er tími til kominn að átta sig á feiknarkrafti náttúrunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Já það lítur ekki vel út með jörðina okkar.
Ester Sveinbjarnardóttir, 12.5.2007 kl. 02:36
Við berum ábyrgð, það er svo einfalt sem það er, og það er hægt að velja um að snúa balðinu við eða ekki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2007 kl. 10:32
Þetta er ekki spurning um að "trúa" því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum - þetta er spurning um að hlusta á sér fróðari menn (og það veit ég að þú gerir, Anna. Betra væri að fleiri væru eins). Það er skammt síðan Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur, var í viðtali á RÚV og hann talaði enga tæpitungu þar um að afleiðingarnar eru þegar komnar fram á íslenskum jöklum. Og, já við berum öll ábyrgð, mikið rétt hjá þér, en því miður þá gera ekki allir sér grein fyrir ábyrgð sinni. Egill Helgason segir á vefsíðu sinni að hans tilfinning sé sú að B fái 11%, D 37%, F 6% og S 27%. Egill veit sínu viti í pólitík (annað en margurinn stjórnmálamaðurinn!) Samtals eru þetta hvorki meira né minna en 81%. Já, það selur mér enginn þá hugmynd að Samfylkingin ætli að taka þátt í því að stöðva allar frekari áætlanir um virkjanir. (Fólk hleypur ekki frá fortíð sinni og nota bene það var nánast engin endurnýjun á lista þessa furðulega stjórnmálaflokks. Gamalt vín á gömlum belg sem versnar með árunum). 19%, segi og skrifa 19% kjósenda (kjósendur Í og V) eru tilbún að sýna í verki að þau axli ábyrgð. Hvernig (er ekki bannað að blóta hérna?) er komið fyrir þessari þjóð???!!!
HG 12.5.2007 kl. 17:01