Við verðum að vinna ...

Smá stund fyrir utan Nóatún í Kópavogi eftir vinnu að dreifa bæklingum fyrir VG, svona í leiðinni þegar ég átti annað erindi á kosningaskrifstofuna. Það er alltaf svolítið lærdómsríkt að spjalla við fólk fyrir kosningar, mestanpart jákvæð viðbrögð, mikið af hvatningarorðum og brýningum og svo heyrir maður alltaf reynslusögur fólks sem er búið að fá nóg af núverandi ástandi. Þarna hitti ég konu sem ég hitti var búin að vinna hörðum höndum, þrátt fyrir ungan aldur, í mörg ár er hún missti heilsuna. Hún sagðist vera að verða uppgefin á því að búa hér á Íslandi, hún er á örorku en greiðir samt 170 þúsund krónur fyrir allsendis ófullnægjandi húsnæði. Hún ætlar að gera sitt og kjósa breytingu eins og við hin vinstri græn, en við skuldum henni og fleirum sem eru í svipuðum sporum það að snúa við blaðinu NÚNA og bjóða upp á manneskjulegra samfélag þar sem meiri jöfnuð er að finna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband