Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af hverju í ósköpunum er manni ekki sama um Eurovision?
10.5.2007 | 18:43
Ég er reyndar löglega afsökuð í dag þar sem höfundur lagsins er úr vinahópi dóttur minnar, eins og ég þreytist ekki á að segja. Svenni samdi þetta frábæra lag og má vera stoltur. Mér hefur líka alltaf þótt Eiríkur flottur og ég er ekkert hissa á því að hann segir að núna sé hann óvenju spenntur fyrir að lagið nái árangri, þetta er nefnilega lag fyrir rokkara og Eiríkur er rokkari. Það er meira rokk í Eurovision núna en oft áður, hef ég heyrt, og þótt það sé ekki allt jafnt af gæðum, tékkneskja Lordi stælingin er til dæmis alveg skelfileg. En núna er að styttast í úrslitin, hvort Eiríkur kemst áfram í aðalkeppni Eurovision.
Þannig að rokkið er ástæðan fyrir því að mér er ekki sama um Eurovision, í fyrra var mér ekki sama um útkomuna af því mér fannst Sylvia Nótt drottning diss-sins og það var bara gaman. Og þaráður hafði ég ábyggilega einhverja aðra afsökun ....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Þetta var að byrja ... mikið hlakka ég til að sjá Eirík. Vonandi kemst hann áfram með þetta dúndurlag!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 19:03
Þetta er alltaf formsatriði að vinna, við erum alltaf með bestu lögin. Bara klíka að við lendum ekki í 1. sæti.
Ester Sveinbjarnardóttir, 10.5.2007 kl. 20:01
Engin hætta á 1. sætinu. En ég vil hins vegar endilega að við náum upp, atkvæðagreiðslan er byrjuð og ég kýs auðvitað ungverskla blúsinn!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2007 kl. 21:11
Ekki gleyma gítarleikurunum. Tveir af þeim eru bekkjarfélagar mínir.
En mamma það er bannað að kjósa austurevrópulag. Þeir sjá um það sjálfir...
Mjög svo pirraður Íslendingur í svona eins konar framsóknarlandi, þar sem bara er hugsað um "vinina og nágrannana" en ekki neitt annað...
Jóhanna 10.5.2007 kl. 22:23
Mér finnst allt í lagi að kjósa eitt gott lag, en ekki öll!!!!!!!! austurevrópulögin.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2007 kl. 23:20