SS stjórn yrði ekki góður kostur

Á meðan ég skrapp í leikhús (þið hin eruð víst orðin of sein að sjá Eilífa hamingju, og ég var næstum búin að klúðra því líka) þá skilst mér að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi eitthvað verið að daðra. Ekki líst mér vel á það mynstur, hrædd um að hún yrði arftaki þeirra stjórna sem ég man eftir með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, sem voru hver annarri verri þótt þær væru kenndar við einhver vöff, Viðey eða viðreisn. Nei, það er miklu betra að kjósa bara V-ið ómengað og fá annars konar vaff-stjórn, það er umhverfisvæna vinstri stjórn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

ok, en hvernig var leiksýningin????

Viðar Eggertsson, 10.5.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fyrir hlé lá ég í hlátri og fannst stefna í eina grátbroslegustu sýningu sem ég hef séð. Margt frumlegt, en frammistaða leikaranna þó enn skemmtilegri í ákveðnum farsakenndum öfgum. Eftir hlé var sýningin góð, en væntingar til framhaldsins voru meiri en úrvinnslan á efninu, bæði í meðförum leikara en þó einkum í handritinu sjálfu. Samt skemmtilegir sprettir og óvæntar uppákomur. Endirinn of máttlítill að mínu mati.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2007 kl. 01:43

3 identicon

 Getum við samið um að framvegis farir þú ekki á lokasýningu?  Þessi gagnrýni þín verður nú reyndar ekki til þess að ég syrgi það að hafa ekki séð sýninguna - en þar sem ég geri fastlega ráð fyrir því að þú annist hér eftir leikhúsgagnrýni, ásamt því að halda áfram að sjá mér (og öðrum) fyrir fréttum úr pólitíkinni,  þá væri ósköp sætt af þér að fara í leikhús fljótlega eftir frumsýningu sem manni gefist nú tækifæri á að fara á sýninguna.   Hvernig er það annars, ertu að hugsa um að kjósa á laugardaginn eða vera heima?

HG 10.5.2007 kl. 02:58

4 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Amen. Við Vinstristjórn það er.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 10.5.2007 kl. 10:29

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það var nú bara glópalán að ég náði þessari seinustu sýningu ;-) - hvort ég ætli að kjósa????? Já, auðvitað!!!!! Hef aldrei setið heima á kjördag og aldrei skilað auðu, ein af stofnendum vinstri grænna og X-V !!!!!!!! en ég fékk fróðlegt sms frá þér sem segir mér að við eigum samleið í ýmsum málum, kemur mér aldeilis ekki á óvart. En það er ekki hægt að ýta á Reply til að svara sms-unum þínum, þú veist það kannski.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2007 kl. 11:30

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós til thín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 11:31

7 identicon

Það kemur okkur  ekki á óvart að við eigum samleið í ýmsum málum - ágreiningsmálin eru þarna bara til að undirstrika þetta sameiginlega. Þetta með símann. Ja, sumt í heiminum er óútskýranlegt - t.d. vegir Drottins og GSM-númerið mitt. En já, ég veit af þessu, en kann ekki lausn.

HG 10.5.2007 kl. 12:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband