Hvað vakir fyrir Valgerði?

Merkileg yfirlýsing frá Framsókn heyrðist af munni Valgerðar Sverrisdóttur samkvæmt fréttum útvarps kl. 18. Framsókn mun ekki taka þátt í ríkisstjórn með það fylgi sem kannanir úthluta henni, það er um 10% eða jafnvel minna. Spurning hvort það sé hægt að treysta þessu? Og í öðru lagi, segir hún þetta vitandi að Framsókn er oft vanmetin í skoðanakönnunum, sem sagt af því hún (Framsókn) þarf ekki að standa við þetta sé sú tilhneiging eins núna eins og áður? Eða er þetta örvæntingarfullt óp um að nú verði allir að kjósa Framsókn - hrópað út í loftið í trausti þess að skoðanakannanir benda einnig til að margir vilji núverandi ríkisstjórn áfram? Eða er eitthvað annað að gerast innan Framsóknar, er einhver að búa í haginn fyrir sjálfan sig og ef svo er, hver skyldi það vera?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrædd er ég um að þetta sé örvæntingarfullt hróp eftir atkvæðum. En hvernig er það annars - er þessi flokkur ekki kominn á tíræðisaldur? Er að velta því fyrir mér hvort hann eigi ekki að draga sig í hlé vegna hættu á elliglöpum!

HG 7.5.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held að þessi flokkur sé fæddur gamall! Jónas frá Hriflu, varla merkisberi æsku og yndisleika.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2007 kl. 21:57

3 identicon

Ég var ósammála flestum þeim ákvörðunum sem Valgerður tók í sínu fyrra embætti en ber samt mikla virðingu fyrir henni bæði sem manneskju og stjórnmálamanni. Það breytir samt ekki þeirri skoðun minni að Framsóknarflokkurinn þurfi að standa utan ríkisstjórnar á næsta kjörtímabil og endurmeta stöðu sína. Það er nákvæmlega sama mynstur í gangi núna eins og gerðist með kratana eftir 12 árin með sjöllunum hérna í den, þeir þurrkuðust nánast út á meðan sjallarnir högnuðust (auðvitað eiga báðir að bera skaðann en þannig er það sjaldnast í tveggja flokka stjórn þar sem annar er stóri og hinn er litli)

Anna Ólafsdóttir (anno) 8.5.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Blasir það ekki við, að verði Framsókn undir 10% er stjórnin fallin og aðeins fjögurra flokka vinstristjórn í boði fyrir maddömuna. Ég skil vel að Valgerði hugnist það lítt.

Gústaf Níelsson, 8.5.2007 kl. 01:17

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Virkar ekki sannfærandi á mig, sjáið þig Reykjavík, þar er framsókn í stjórn með aðeins einn mann.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.5.2007 kl. 07:38

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er að veiða atkvæði konan það er ég viss um.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 08:21

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Það þyrfti að færa VG aðeins lengra yfir til hægri og þá verður Framsóknarflokkurinn alveg óþarfur. 

Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 09:32

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er ýmislegt fleira í spilunum en SS stjórnin, sem betur fer, en ef Valgerður er með meiri háttar plott í gangi þá er ég ekki viss um að það virki. Og annað, það þarf ekkert að færa VG til hægri til að Framsóknarflokkurinn verði óþarfur. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.5.2007 kl. 22:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband