Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Góð ábending hjá fréttastofu RUV um handhafa forsetavalds
7.5.2007 | 00:00
Mikil umræða hefur verið um mögulegt inngrip forsetans í stjórnarmyndunarviðræður framundan - til hins betra eða hins verra. Ómögulegt er hægt annað en að upplifa þreytueinkenni Ólafs Ragnars og viðbrögð við þeim sem ákveðna áminningu um að sú staða getur komið upp að handhafar forsetavalds taki við. RUV var með ágæta umfjöllun um þetta í sjónvarpsfréttum í kvöld (sem voru að hljóma á netinu hér hjá okkur rétt áðan). Þótt maður sleppi samsæriskenningum sem manni eru í blóð bornar eftir óhóflegt 24-gláp og eftir að kíkja á myndina Death of a President í gærkvöldi (mjög áhugaverð mynd - við sögðum öll það sama hér heima: Dick Cheney!) þá er það alltaf nokkur alvara að velta því fyrir sér hvað ef?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þú talar um að sleppa samsæriskenningum. Mér finnst voða mikil synd að leyfa þeim ekki að fljóta með, þær geta orðið svo mikið 24 eitthvað. Við getum t.d. byrjað á að pæla í þessum veikindum forsetans. Hann fékk jú að borða einhvern fíneríis mat kvöldið áður í matarboði hjá einhverjum bankaköllum, þar sem leyndust líka útsendarar Mr. X, sem ... see what I mean. Maður væri komin með gott handrit í 24-seríu upp á íslensku eftir smástund ...
Anna Ólafsdóttir (anno) 7.5.2007 kl. 02:34
Tek þetta allt til baka með að sleppa samsæriskenningunum. Það er miklu betra að hafa þær inni og ég lýsi eftir þeim merkilegustu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2007 kl. 17:03