Fallegur dagur, góð veisla að baki og spennandi kosningar framundan!

Þessi fallegi dagur, vel heppnu veisla að baki, afmælisbarnið var yfir sig ánægt með góða mætingu, en amk. 65 af 80 komust og svo er partí í kvöld hjá ömmunni sem ekki komst, þar sem sumir hinna mæta. Skelli inn myndum frá veislunni fljótlega. Til hamingju með 30 árin

Núna eru það kosningarnar sem eiga hug okkar allan. Afmælisbarnið kaus fyrir veisluna í gær, sem var auðvitað flott, og svo höfum við verið að lesa barmmerki frá ungum vinstri grænum, Hanna var hrifnust af: Hugsaðu! Það pirrar ríkisstjórnina. - En ég hallast að því að: Ekki biðja um jafnrétti, kjóstu það! passi best fyrir mig. Og það ætla ég auðvitað að gera.

Við fórum mjög pent í áróðurinn í afmælisveislunni í gær, minnug þeirra áhrifa sem pabbi vinar okkar fékk þegar hann endaði afmælisræðu í fertugsafmæli sonar síns (sem er Sjálfstæðismaður) á því að segja: ,,Og svo ætla ég bara að minna ykkur á að kjósa Ólaf Ragnar!" Held að sonurinn hafi ekki kunnað honum neina sérstaka þökk. En hins vegar verður að segjast að þessi sonur er svo sjálfstæður Sjálfstæðismaður að hann var reyndar samherji okkar í Álftaneshreyfingunni vegna skipulagsmálanna í seinustu kosningum, en það er önnur saga. Inga og Hanna

En, það var auðvitað svolítið rætt um pólitík og ég viðurkenni að græna hliðin var upp á fallega VG pokanum mínum sem segir einfaldlega X-V, svona ,,óvart". Ef einhver skyldi vera óákveðinn, sem ég held reyndar að sé ekki algengt í fjölskyldunni okkar eða vinahópi. 

Það var þó nokkuð vinstri græn slagsíða á veislunni, og þá er ég ekki að tala um grænu skreytingarnar (afmælisbarnið valdi litina) heldur að það var svolítið fyndið að líta yfir hópinn, þarna var Oddrún, ekki orðin þrítug en samt fyrrverandi frambjóðandi VG, Hilda systir Gurríar á dóttur sem er rétt skriðin yfir tvítugt en samt líka fyrrverandi frambjóðandi VG, Óli okkar tók þátt í forvalinu seinast og almennt finnst mér bara mikið af krökkum í kringum okkur sem gefa ástæðu til bjartsýni, sama tilfinning og ég fékk á kvennakvöldinu hjá VG um daginn.  Fullt af góðum gestum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband