Fallegur dagur, góđ veisla ađ baki og spennandi kosningar framundan!
6.5.2007 | 14:20
Ţessi fallegi dagur, vel heppnu veisla ađ baki, afmćlisbarniđ var yfir sig ánćgt međ góđa mćtingu, en amk. 65 af 80 komust og svo er partí í kvöld hjá ömmunni sem ekki komst, ţar sem sumir hinna mćta. Skelli inn myndum frá veislunni fljótlega.
Núna eru ţađ kosningarnar sem eiga hug okkar allan. Afmćlisbarniđ kaus fyrir veisluna í gćr, sem var auđvitađ flott, og svo höfum viđ veriđ ađ lesa barmmerki frá ungum vinstri grćnum, Hanna var hrifnust af: Hugsađu! Ţađ pirrar ríkisstjórnina. - En ég hallast ađ ţví ađ: Ekki biđja um jafnrétti, kjóstu ţađ! passi best fyrir mig. Og ţađ ćtla ég auđvitađ ađ gera.
Viđ fórum mjög pent í áróđurinn í afmćlisveislunni í gćr, minnug ţeirra áhrifa sem pabbi vinar okkar fékk ţegar hann endađi afmćlisrćđu í fertugsafmćli sonar síns (sem er Sjálfstćđismađur) á ţví ađ segja: ,,Og svo ćtla ég bara ađ minna ykkur á ađ kjósa Ólaf Ragnar!" Held ađ sonurinn hafi ekki kunnađ honum neina sérstaka ţökk. En hins vegar verđur ađ segjast ađ ţessi sonur er svo sjálfstćđur Sjálfstćđismađur ađ hann var reyndar samherji okkar í Álftaneshreyfingunni vegna skipulagsmálanna í seinustu kosningum, en ţađ er önnur saga.
En, ţađ var auđvitađ svolítiđ rćtt um pólitík og ég viđurkenni ađ grćna hliđin var upp á fallega VG pokanum mínum sem segir einfaldlega X-V, svona ,,óvart". Ef einhver skyldi vera óákveđinn, sem ég held reyndar ađ sé ekki algengt í fjölskyldunni okkar eđa vinahópi.
Ţađ var ţó nokkuđ vinstri grćn slagsíđa á veislunni, og ţá er ég ekki ađ tala um grćnu skreytingarnar (afmćlisbarniđ valdi litina) heldur ađ ţađ var svolítiđ fyndiđ ađ líta yfir hópinn, ţarna var Oddrún, ekki orđin ţrítug en samt fyrrverandi frambjóđandi VG, Hilda systir Gurríar á dóttur sem er rétt skriđin yfir tvítugt en samt líka fyrrverandi frambjóđandi VG, Óli okkar tók ţátt í forvalinu seinast og almennt finnst mér bara mikiđ af krökkum í kringum okkur sem gefa ástćđu til bjartsýni, sama tilfinning og ég fékk á kvennakvöldinu hjá VG um daginn.