Afmæli í fjölskyldunni

Hugsa sér, hún dóttir mín er orðin þrítug í dag, og heldur upp á afmælið með því að fara í próf, austur í Ungverjalandi.  Ætlar síðan að skjótast heim um helgina, sem betur fer ennþá beint flug hjá Heimsferðum, og svo beint aftur til baka í fleiri próf.

Jóhanna í BúdapesFjölskylda og vinir samfagna henni um helgina og svo ætlar hún líka að nota tækifærið og kjósa. Eldheit vinstri græn, var meira að segja í fyrstu stjórn Ungra vinstri grænna, ef ég man rétt. Þannig að það verður stutt en viðburðaríkt stopp um helgina heima. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með stelpuna þína! Og afmælisbarnið sjálft, Hanna, til hamingju með daginn. (Ég þykist vita að þú kíkir hér inn reglulega). Bestu kveðjur til ykkar beggja, Helga

HG 3.5.2007 kl. 20:20

2 identicon

hæ Anna - til hamingju með stelpuna!!!! Kær kveðja Hlíf og co

Hlíf og fjölskylda 3.5.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk, það er svo gaman að fá hana heim í afmælið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.5.2007 kl. 22:16

4 identicon

Er einhver mynd af skvísunni þrítugu í myndasafninu þínu? Til hamingju með hana

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.5.2007 kl. 22:27

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með frumburðinn! Að hugsa sér að hún Hanna litla skuli vera orðin þrítug! Barnið sjálft sem fékk mig til að trúa á líf eftir barnaafmæli (sonar míns).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Til hamingju og frábær afmælisgjöf.  Alltaf gott að bæta við sig blómum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.5.2007 kl. 23:23

7 Smámynd: Ólafur Sigurðsson

Sjáumst á laugardaginn, hress og kát, svo Jóhanna verði alveg mát!

Ólafur Sigurðsson, 4.5.2007 kl. 09:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með dótturina Anna mín!

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 13:28

9 identicon

Takk   ég sé að ég fékk myndina sem ég bað um. Finnst andilitið kunnuglegt. Vek athygli nöfnu minnar og ykkar hinna á pistlinum mínum um jafnréttismál sem ég veit að standa hjartanu nærri. Mér finnst þessar niðurstöður sem ég vísa til sláandi og verðskulda umræðu.  

Anna Ólafsdóttir (anno) 4.5.2007 kl. 17:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband