1. maí - rykiđ dustađ af reiđinni

1. maí er skrýtinn og merkilegur frídagur. Í rauninni er veriđ ađ gefa frí til ađ dusta rykiđ af reiđinni, reiđi yfir misrétti í launamálum. Alla jafna er ég ekki hrifin af reiđi, en sú reiđi sem fylgir 1. maí er réttlát reiđi yfir ađ viđ skulum enn líđa ţađ ađ greidd sé laun fyrir fulla vinnu sem hvergi nćrri duga til framfćrslu. Ađ viđ skulum enn líđa launamun sem byggir ekki á öđru en kynferđi. Og svo er mín einkareiđi, yfir ţví ađ viđ skulum enn vinna lengsta vinnudag allra ţjóđa, alla vega í Norđur Evrópu og ađ viđ skulum ekki vera búin ađ finna ráđ til ađ gera vinnutíma sveigjanlegri en raun ber vitni. Ţetta síđastnefnda ţekki ég af eigin raun, hef bćđi unniđ sveigjanlegan vinnutíma eins og nú og fastnegldan (sem er auđvitađ stundum nauđsynlegt, eins og t.d. í kennslu) - en ég líki ţví ekki saman hversu miklu meiri lífsgćđi eru í ţví fólgin ađ geta tekiđ langt hádegi og bćtt ţađ upp međ lengri viđveru, ef ţannig stendur á, eđa geta sofiđ lengur eftir langt kvöld, flest mín eru reyndar ţannig ;-) og auđvitađ vil ég ađ sem flestir njóti ţess sama. 

Dagurinn er reyndar oft kallađur Hátíđisdagur verkalýđsins, en enn er langt í land ađ viđ getum fariđ í einhverjar hátíđarstellingar og fagnađ sjálfstćđi, frá fátćkt, fagnađ fćđingu réttlátara samfélags, upprisu jafnréttis í launamálum eđa fariđ á ćrlegt djamm eins og um verslunarmannahelgina, til ađ halda upp á skuldbindingalaust frí.  Ćska landsins hefur reyndar lćrt ađ halda upp á 1. maí međ próflestri og á ţví ekki endilega svo góđar minningar um daginn, ţetta veldur ţví líka ađ viđ erum ekki ađ ala upp nýjar kynslóđir međvitađar um bođskap dagsins. Nei, kósínus og franskar sagnir eru miklu líklegri til ađ sitja eftir í minningunni um daginn fram eftir ćvi en kröfugöngur og frelsandi hugsun. Ég hef valiđ ţá leiđ til ađ finna ţessum hugsjónamálum fraveg ađ velja Vinstri grćnt og vona ađ viđ getum fagnađ nćsta 1. maí. Vona ađ sem flestir geri ţađ, svo ekki verđi hćgt ađ ganga framhjá VG viđ nćstu stjórnarmyndun. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband