Varúð, ríkisstjórin gæti haldið velli
29.4.2007 | 13:02
Ríkisstjórnin gæti haldið velli, samkvæmt nýjustu könnunum. Yfirleitt með minnsta mögulegum meiri hluta, en samt, hvað gera menn ekki til að halda í stólana sína. Magnús Jónsson ráðherra frá Mel (Sjálfstæðismaður) sagði einhverju sinni að það væri erfitt að fá menn til að segja skilið við stólana sína, ,,Þeim þykir svo vænt um þá!"
Og þetta getur gerst:
- Þrátt fyrir að VG, aðalandspyrnuflokkur ríkisstjórnarinnar, sé með blússandi fylgi.
- Þrátt fyrir að stefnumál ríkisstjórnarinnar hafi fengið falleinkun, eitt af öðru.
- Þrátt fyrir að hagur aldraðra og öryrkja sé að dragast langt aftur úr kjörum annarra.
- Þrátt fyrir að ofurlaun séu búin að misbjóða siðgæðisvitund flestra.
- Þrátt fyrir óafturkræf umhverfisspjöll í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Á góðum degi gæti ríkisstjórnin engu að síður fallið. En við megum ekki láta eintóma heppni ráða. Ef VG verður ótvíræður sigurvegari kosninganna verður erfitt að ganga framhjá þeirri staðreynd þegar stjórnarmyndunarumboðinu verður úthlutað. Þaö er eina færa leiðin, og bara býsna góð líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ágæt! Farin að gefa út viðvörunarspár!
HG 29.4.2007 kl. 20:17
Já, þetta er svona sambland af afkomuviðvörun og hamfaraspá.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.4.2007 kl. 23:22
Einmitt sem ég var að hugsa um í morgun, framsókn með 4 þingmenn og íhaldið 26. Og aðal vangaveltur mínar voru um það hvort þá yrðu 4 ráðherrar frá framsókn af þeirra alkunnu háttvísi?
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 23:50
26 + 4 = minnihluti! Vá, það lítur út fyrir að Bessastaðabóndinn fái að ráða einhverju! Eða hvað, kannski verður hann upptekinn þann 13. maí við skyldustörf á Indlandi? Jæja, það verða þá staðgenglarnir.
HG 30.4.2007 kl. 01:03
held að Framsókn bæti við sig og að
verði 8 Þingm
leeds 30.4.2007 kl. 09:58
Úff ekki skella á mig martröð þegar sólin skín!
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 18:01
Sólin skín og vonandi enn glaðar eftir 12. maí, en það er nauðsynlegt að nefna þetta!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.4.2007 kl. 18:08