Og víkur ţá sögunni aftur ađ stjórnmálum ...

Eftir páskafrí er tími til kominn ađ setja sig í gírinn fyrir lokaslaginn í kosningabaráttunni. Óli er eini heimilismeđlimurinn sem er á fullu međ ţetta voriđ, í hinum og ţessum pólitískum stjórnum og hagsmunafélögum og vel virkur í ţví öllu. Mér finnst önnur kynslóđin frá okkur vera ađ lofa ansi góđu, Hanna búin ađ vera vel virk hér heima á nesinu og í skátunum og Stebbi frćndi nýkominn í baráttuna, eftir frćkilega frammistöđu í Hafnarfjarđarkosningunum, sem ég held ađ ţegar fram líđa stundir verđi mun meira stefnumarkandi en fólk gerđi sér grein fyrir í fyrstu, bćđi varđandi ađferđarfrćđi í beinu lýđrćđi og ekki síđur vegna ţess hvers eđlis baráttan var. Ţađ er vel orđiđ tímabćrt ađ fara ađ skođa betur hvernig ákvarđanir í stefnumarkandi málum eru teknar.

Ţađ er óneitanlega hressandi ađ koma heim og sjá ađ VG er enn á ţessu fína flugi, ţrátt fyrir hrakspár og ákveđna óskhyggju á ţá leiđ ađ Íslandshreyfingin steli bara fylgi af okkur VG-ingum. Vera má ađ einhverju sé stoliđ en jafnframt hélt ég ađ hreyfingin myndi ná smá fótfestu fyrir ţá sem mega ekki heyra vinstri en eru grćnir, já ţeir eru til ;-) - mig langar reyndar mikiđ ađ vita hvenćr ţađ var sem Salome Ţorkelsdóttir las nćstum alla bókina (ef ekki alla) Raddir vorsins ţagna, í efri deild á alţingi í málţófi sem Sjálfstćđismenn héldu ţá uppi. Skyldu ţeir hafa veriđ ađ vinna gegn stofun umhverfisráđuneytis - sem var upphaflega frumkvćđi Kvennalistans ţegar umhverfismál voru í 7-8 ráđuneytum (ţetta var enn einn kaflinn í ,,ţetta sagđi ég ţér"). Alla vega, minnir ađ ţađ hafi veriđ hin fínasta bók, svo ég vona ađ Salome hafi veriđ í einhverju verđugra verkefni ţegar hún stóđ í ţessu málţófi, sem hún sagđi mér sjálf frá, pínulítiđ feimin en ađallega stolt.

Íslandshreyfingin mun úr ţessu ekki ná flugi, ţađ er ljóst. Ég hélt ađ ţađ vćri kannski ákveđinn fćlingarmáttur Jakobs Frímanns, sem virđist vera stađreynd hvar í flokki sem hann er. Mér er hins vegar sagt ađ ástćđan sé mun margslungnari og jafnvel Ómar, sem hefur margt mjög vel gert á undanförnum árum, hafi ekki komiđ nógu vel út í umrćđunni. Margrét, sem ég enn og aftur ítreka ađ hefđi gert Frjálslynda flokknum mikiđ gagn, hefđi hún veriđ sett á ţar, hefur greinilega heldur ekki náđ eyrum ţjóđarinnar, enda kannski ekki í réttum málaflokkum. Ţannig ađ vilji grćnir ná virkilegum slagkrafti eiga ţeir ađeins einn valkost, velja vinstri og vera grćnir!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband