Á vængjum meðalmennskunnar

Stundum langar mig bara að lifa rólegu og viðburðasnauðu lífi (held ég), svífa átakalaust á vængjum meðalmennskunnar. En svo líður það hjá. Alla vega, er að fara til Ameríku á morgun, New York, Portales, Santa Fe og Albuquerque - here we come. Skýri þetta kannski betur með vængi meðalmennskunnar eftir páska, kannski, kannski ekki!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Lenti í Albuquerque og hélt sem leið lá til Santa Fe og dvaldi þar í 3 vikur..i vöggu listar og andlega geirans. Já líklegt að meðalmennskuyfirlitið breytist þar ..eða ekki. Ferlega skondinn staður að vera á. Mæli með 10 thousnad waves SPAinu í fjöllunum..doltið dýrt en þess virði þegar maður kemur bara einu sinni á slíkan stað. Val Kilmer var þarna daginn áður en ég fékk mitt nudd.

Verst að ég missti af fyrirlestri Deepak Chopra......en fékk ágætis lófalestur hjá sígaunakonu í staðinn. Og sá meiriháttar íslenska gyðjusýningu þar í apríl...vor í Santa Fe..en þegar íslendingar stigu á grund kafsnjóaði öllum til mikillar furðu.

Góða skemmtun. Mæli með Cow Girl barnum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 01:32

2 identicon

Rólegt líf! Já, stundum er það lokkandi. Viðburðasnautt! Æi, nei er það ekki fullviðburðasnautt?  Góða ferð! HG (ertu nokkuð að gleyma því að pakka mér niður?)

HG 4.4.2007 kl. 01:41

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Góða ferð !

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.4.2007 kl. 04:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Spókaðu þig afslöppuð í Ameríkunni mín kæra og gleðilega páska. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir upplýsingar og yndislegar óskir. Og vona að páskahelgin verði yndisleg hjá ykkur öllum. Afslöppuð en ekki viðburðasnauð, samþykki það fyrir hönd okkar allra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.4.2007 kl. 11:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband