Og ég sem hélt þetta væri búið - í bili alla vega

Var aðeins of fljót að skrifa um sunnudaginn eftir kosningar. Gleymdi þessu með mánudaginn, þegar plottin byrja og sá fær stjórnarmyndunarumboðið sem ekki sigraði. Í þessu tilfelli hreinlega möguleikann á að fara eftir sínu höfði. Ef jákvæðir andstæðingar álvers hefðu tapað hefði áreiðanlega verið sagt eitthvað ef: 

a) ... þeir hefðu sagt: En við ætlum samt að hindra stækkun

b) ... af því við töpuðum þá ætlum við að gera alla aðra tortryggilega, meira að segja að fetta fingur út í nýaðflutta Hafnfirðinga.

En mér finnst eins og það þyki bara sjálfsagt að fyrst að kosningarnar fóru ekki eins og sumir kusu, eigi þeir SAMT að fá að ráða. Mér finnst það ekki sjálfsagt.  

 


mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þér finnst það ekki sjálfsagt!  Ég geng nú skrefinu lengra og segi að mér finnist það ekki sanngjarnt og að hugsanlega sé verið að koma í bakið á fólki!  Varðandi það fólk sem þú kallar "nýaðflutta Hafnfirðinga" eða "nýbúar (hefur það orð nokkuð með þjóðerni að gera? Er nýbúi ekki eins og orðið segir sá sem er nýr þar sem hann býr), þá svaraði bæjarstjórinn því ansi vel í fréttum í dag. En svolítið lágt finnst mér lagst í að opinbera vonbrigði sín vegna tapsins með því að væna andstæðinga sína um að hafa fengið fólk í stórum stíl til að flytja lögheimili sitt. Meiri reisn er nú yfir því að taka sigrinum að kvenmennsku!

Hins vegar er það óneitanlega umhugsunarvirði ef álverið getur stækkað innan lóðarmarka sinna, eins og talað var um í dag. Það geta húseigendur ekki án þess að hugmynd þeirra fari í grenndarkynningu. Sannarlega umhugsunarvirði!

HG 3.4.2007 kl. 01:34

2 identicon

Sumar slátturvillur eru krúttlegri en aðrar. Hér að ofan á að sjálfsögðu að standa: Meiri reisn er nú yfir því að taka TAPINU af kvenmennsku!

HG 3.4.2007 kl. 03:39

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós frá mér

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 05:18

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekki einu sinni hægt að kalla þetta ,,freudian slip" - en þetta er svo furðulegt mál, að okkur veitir sko ekki af ljósinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.4.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að menn ættu að taka þessu rólega í bili. Inná hagurhafnarfjarðar.is er þetta útskýrt og þá kemur í ljós að það eru fjölmiðlarnir sem eru í óðaönn að etja mönnum saman áfram. Þessar ekkifréttir með stækkun eru líka ekkifréttir þangað til annað kemur í ljós. Hinsvegar finnst mér greinilegt að Lúðvík er að reyna að friða 49 prósentin með því að ýja að því að Alcan geti stækkað samt sem áður og að kosningarnar hans hafi verið aprílgabb einum degi of snemma. Alcan hefur ekkert sagt um þetta mál og er ekki eðlilegt að það séu þeir sem gefi það úr hvað sé hægt og hvað sé ekki hægt fremur en fréttamenn á RÚV.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 16:08

6 Smámynd: Ólafur Sigurðsson

Ég er nú ansi hræddur um að það fari illa í margan gaflarann ef þeir fá samt að stækka, má þá ekki kjósa um þá stækkun? 

Það verða margir á Völlunum óánægðir ef af "mini" stækkun yrði. Þeir sömu sem nú eru kannski ánægðir með sinn Lúðvík, sem gaf þeim þó færi á að stoppa þetta. Ath! Kosningaþáttakan var mest á Völlum og svo Setbergi. 

Ólafur Sigurðsson, 3.4.2007 kl. 22:48

7 identicon

Mér finnst fjölmiðlar haga sér undarlega í öllum þessum eftirmála kosninganna í HF svo vægt sé til orða tekið. Til dæmis í þessu íbúafjöldamáli. Þrátt fyrir að bæjarstjórinn sé með tölum búinn að margendurtaka að sögusagnir um 700 „nýja“ Hafnifirðinga séu algjör steypa þá halda fjölmiðlar samt áfram að tala um það sem frétt. Það er nú orðið þannig hjá mér að meira að segja fréttir um nýja dóttur Mel B og faðerni dóttur Anne Nicole Smith eru orðnar meira spennandi en fréttir úr Hafnarfirði.

Anna Ólafsdóttir (anno) 4.4.2007 kl. 00:05

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Las góðan leiðara um það í Fréttablaðinu held ég, að það væri eins og fólk ætti bara að kjósa aftur og aftur þar til ,,rétt" niðurstaða fengist. Bendi á að það er ekki óþekkt úr sögunni, sjáum bara hvernig farið var með Maastricht sáttmála ESG í Danmörku. En punkturinn í leiðaranum var góður,  hvað ef kosningin hefði farið á annan veg, ætti þá að kjósa aftur eftir 3 ár, mæta svo með gröfurnar og urða stækkunina?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.4.2007 kl. 00:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband