Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Áfram Guðbjörg!
23.3.2007 | 21:29
Heyrði orðróm um að Guðbjörg sé í fallhættu í X-factor, ég get ekki hugsað mér að hún detti út, þannig að áfram Guðbjörg! Hæfileikarík með dúndurrödd. Hin sem eftir eru eiga líka allt gott skilið, en hún er ótrúleg. Mun ekkert tryllast þótt hún vinni ekki, en mér finnst vera reynt að koma henni burt, bæði af hálfu dómara og með einhverju dissi, og er hreint ekkert sátt við það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ok, vona að þú gangir í ábyrgð á því, þá verður allt í lagi!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.3.2007 kl. 21:40
Sjúkk, hún slapp!
Ég veit að það er ætlast til þess í X-Factor að dómararnir standi með sínum og skjóti hver á annan ... en ég er samt orðin þreytt á því! Finnst Ellý lögð í einelti af Einari ... hann reynir markvisst að gera hana óvinsæla með því t.d. að segja: „Passið ykkur að kjósa Jógvan, annars sendir Ellý hann heim!“ Hann er enn brjálaður út í hana fyrir að hafa valið Hara fram yfir Alan. Að mati Ellýjar voru Hara-systur búnar að standa sig betur en Alan, þetta hafði ekkert með Einar að gera. Þetta pirrar mig við þáttinn! Einar er eins og fýldur strákur. Kannski eru þau góðir vinir bak við tjöldin, ætti kannski að tékka á því áður en ég nöldra meira.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 18:14
Mér fannst það reyndar glæpsamlegt að senda Alan heim, en þann glæp framdi þjóðin, með því að setja hann svona snemma í botn 2. Og hjúkk, mér finnst Guðbjörg svo rosaleg og ég var kannski eina manneskjan sem var að fíla hana í Skun Anansi laginu, þótt hitt væri ennþá flottara.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.3.2007 kl. 20:24