Spennan magnast og línur skýrast með óskýrum áherslum

Það ar alveg með ólíkindum hvað pólitíkin er spennandi núna. Nýtt framboð er gersamlega óskrifað blað, með allt þetta þekkta fólk innanborðs, þá er það í rauninni alveg ótrúleg niðurstaða, en rétt. Mjög misgrænt fólk sem komið er til liðs við Ómar. Mér finnast línurnar vera að ,,skýrast", þær eru óskýrar og verða það sennilega áfram.

Svo þessi yndislega skoðanakönnun að vakna við í morgun, styrkur VG er svo margvíslegur, ekki bara á sviði umhverfisverndar heldur ekki síður feminískur flokkur og flokkur róttæks réttlætis, sem stundum er kennt við vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin ástæða til annars en að samgleðast þér og öðrum vinstri grænum og því segi ég til hamingju með enn eina skoðanakönnunina sem gleður ykkur!  Hef verið svolítið hissa hvað fólk úr öðrum flokkum er margt tilbúið að líta á uppsveiflu VG sem e-ð fast í hendi (nei, nei, er ekki að spá neinu slæmu ), en óneitanlega þá hef ég verið að rifja upp þegar Kvennalistinn okkar sálugi mældist með að mig minnir 20%, en skömmu síðar komu miklu færri atkvæði upp úr kjörkössum. Meina ekkert illt með þessu, bara svona að rifja upp, veit þó að þú ert með tölur, þingkvennafjölda og ártöl skipulegar í kollinum en ég, svo ef ég er að bulla þá endilega leiðréttu mig. HG (á alltaf erfitt með að trúa því að sjálfstæðismenn kjósi aðra en sjálfa sig - óttalega vanafastir blessaðir - þess vegna þarf VG að vinna vel svo ekki fari eins og hjá Kvl þarna um árið).

HG 23.3.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Auðvitað krossar maður fingur og getur ekki beðið eftir kosningunum, ég held að ég muni nú kannanirnar og Kvennalistann, ójá.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.3.2007 kl. 21:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband