Jæja, Ómar!

Þetta er framboðið hans Ómars, finn það betur nú en nokkru sinni fyrr. Margrét væri ekki með nema vegna þess að hún varð undir í innanflokksátökum í Frjálslynda flokksins. Aðrir vega léttar. Eins manns framboð hafa ekki orðið langlíf, hvort sem þau eru kennd við Albert eða Vilmund, nema einhverjir steli þeim, eins og gerðist með framboðið hans Sverris Hermannssonar. Samt sem áður óska ég nýja framboðinu alls góðs en þarf samt að koma á framfæri nokkrum brotum sem vonandi rata aldrei á síðuna mína: Þetta sagði ég þér!

Ég fagna framboðinu af því það er grænt og þrátt fyrir að það sé hægri. Hins vegar er ég ekki viss um fyrir hvað það mun standa í ýmsum málum og það verður merkilegt að giska á það hver stefnan verður í öðrum málum en umhverfis-, nýsköpunar- og kvótamálum. Best hefði auðvitað verið að Margrét hefði unnið sigur í Frjálslynda flokknum því þá sætum við ekki uppi með flokk sem virðist stefna hraðbyri til aðskilnaðarstefnu og óréttlætis í innflytjendamálum. Ég set stór spurningarmerki við það að Jakob Frímann sé innanborðs, vegna þess að þá er Jón Baldvin væntanlega innan seilingar og afstaða hans gagnvart inngöngu í ESB er mér mjög lítið að skapi. Nema hann hafi kúvent þar eins og í ýmsum fleiri málum? Hrædd um ekki, en útiloka ekki kraftaverk. Margrét ítrekar að hún sé á móti aðild að ESB vegna sjávarútvegsins, en Ómar er ekki eins skýr í svörum, sem er auðvitað mjög miður. Vitnar í Þorstein Pálsson sem er brostinn í blekkingarleik um ESB og sjávarútvegsmál.

Fyndið að sjá viðtal við Ómar og Margréti og sjá hana gjóta augum til hans, eins og hún væri að passa upp á að hann talaði ekki af sér. Og allt í einu áttaði  ég mig á einu, Ómar er vanur að spila sóló og það með miklum brag, hvað verður um hann þegar hann þarf að passa sig að tala í takt við alla hina? Eitt sinn eyddi ég heilum vinnudegi með Ómari og skrifaði um það ævintýrið: Dagur í lífi Ómars Ragnarssonar. Það var mikil keyrsla. Hann er afskaplega kraftmikill maður en mikill sólóisti. Ábyggilega eini fréttamaðurinn sem hefur sprungið á limminu í ,,hlutleysinu" á meðan hann var í starfi, sem var reyndar mjög virðingarvert. Tvennt getur gerst, honum verður kippt niður í hægra-miðjumoð eða hann mun styggja einhverja samherja sína.

Ég óska þeim alls góðs og vona að það finnist nógu margir miðju og hægri umhverfissinnar til að færa þeim áhrif í pólitík - en ég er svolítið kvíðin að sjá stefnuskrána í öðrum málum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er verulega hugsandi eftir daginn í dag og eftir að hafa lesið pistilinn þinn. Held að það sé skynsamlegast að sinni að segja sem fæst, að ég geri ekki upp hug minn til þessa framboðs fyrr en allt liggur fyrir. Veit þó að Jakob Frímann veiðir ekki atkvæði mitt og það hefur ekkert með Jón Baldvin að gera; hvort hann er innan seilingar eða langt undan. Bestu kveðjur í rokinu, HG

HG 22.3.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aðeins of erfitt að átta sig á því hvert þau eru að fara í öðrum málum ennþá, vona það besta en bý mig undir það versta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.3.2007 kl. 23:28

3 identicon

 Oft hefur mig langað til að mega kjósa fólk, en ekki flokk, en aldrei hefur mig eins mikið langað til þess og núna. HG (löggst undir feld til að raða saman bútum...)

HG 22.3.2007 kl. 23:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband