Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Írak - og hvað svo?
19.3.2007 | 20:54
Bush er að fjölga í herliðinu í Írak, sífellt fleiri Bandaríkjamenn eru annarrar skoðunar, heimsbyggðin fylgist með og sumir leiðtogar eru komnir með slitsár af því að reyna að þvo heldur sínar af ábyrgðinni á því sem er að gerast í Írak. Andstaðan gegn Íraksstríðinu vex og vex og ég vona að við förum bráðum að sjá fyrir endann á þessari martröð sem byrjaði fyrir fjórum árum. Að setja svona mikið vald í hendur svo fárra manna gegn andstöðu sem jafnvel nær til meirihluta þeirra þjóða sem þeir eiga að vera fulltrúar fyrir hlýtur að vera rangt. Er ekki kominn tími til að hugsa stjórnmál og völd upp á nýtt og finna betri leið en þá sem hefur leitt okkur út í þessa óásættanlegu stöðu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Jú Anna ...algerlega er kominn tími á breytta stjórnun og tilfærslu á valdi. Þetta er bara fyrir neðan allar hellur að við skulum þurfa horfa upp á svona vitleysisgang með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja. Verðum bara að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Ekki gefa þessum mönnum atkvæði okkar....og sýna mjög styrka samstöðu um hvaðvið viljum og hvernig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 20:59
dittó hér, Irakstríðið er skömm, hræðilegt, og eitthvað þarf að gerast !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 15:34