Ærandi þögn Ómars og Margrétar

Hvað er að frétta af Hægri grænum, Íslandsflokkinum eða hvað til stendur að kalla þennan mögulega flokk í fæðingu? Er það virkilega bara ég sem bíð spennt eftir tíðindum og tékka blogg Ómars og Margrétar reglubundið. Ef þið vitið eitthvað meira en ég, vinsamlegast látið vita.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég veit ekkert meira en þú verða það líklega vonbrigði fyrir þig að lesa þessi viðbrögð. Það sem mig langar að segja er að ég vona að þau Margrét og Ómar kjósi þann kostinn að finna hugsjónum sínum annan farveg en þann að stofna nýjan flokk. Klofningsframboð einstaklinga þar sem úr verður nýr flokkur og svo flokkar stofnaðir til að berjast fyrir einhverjum ákveðnum tilteknum málum enda yfirleitt á því að „feida út“ eða sameinast öðrum flokkum. Hvers vegna þá að vera að fara þessa Fjallabaksleið? Ég er viss um að þú sem sagnfræðingur kannt þessa sögu frá a-ö. Ég hef dáðst að eljusemi Ómars í umhverfisverndarmálum en ég fyllist ekki neinu þakklæti fyrir þetta framboðsútspil hans. Finnst það frekar merki um hvatvísi en ígrundun.

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.3.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Að vissu leiti er ég sammála þér, nafna, en ég er hins vegar ekki viss um að hann finni sér farveg á hægri kantinum, hins vegar finnst mér hann í þannig félagsskap að ég skil þetta framboð (ef af verður) bara alls ekki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2007 kl. 18:12

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hann sagðist vera að smíða flugvélina í sunnlenska fréttablaðinu. s.s allt á réttri leið.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 19:07

4 identicon

Þeir sem telja sig hafa eitthvað fram að færa í framboðsmálum eiga hiklaust að gera það. Og ef þeir hinir sömu finna sig ekki í þeim flokkum sem fyrir eru, nú þá stofna þeir nýtt framboð. Þetta er lýðræðið í hnotskurn. Sem betur fer er einhver sem nennir að standa í þessu ennþá. Ég býð spenntur eftir þessu nýja framboði því mér finnst þeir flokkar sem fyrir eru séu gjaldþrota.

Svik við kjósendur, færa fáum útvöldum auðlindir okkar á silfurfati og annað í þeim dúr. Ég hef það á tilfinningunni að það séu fleiri en ég búnir að fá nóg af þessu.

klakinn 18.3.2007 kl. 19:57

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, skoða Sunnlenska fréttablaðið, eins gott að vita hverjir eru líklegir til að skúbba!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2007 kl. 20:04

6 identicon

Framboðið kemur fram í vikunni.....Og Anno, það hefur nú reynst erfitt fyrir umhverifverndarmenn að ná athygli innan flokkana nema þeim lengst til vinstri

osmo 18.3.2007 kl. 21:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var enginn málefnaágreiningur milli Margrétar Sverris og Frjálslyndaflokksins.  Þar hefur ekkert breyst í málefnhandbók flokksins, sem Margrét átti stóran þátt í að semja.  Svo að þar liggur eitthvað annað að baki en málefnaágreiningur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 21:09

8 identicon

Einhver hvíslaði því að mér að þau væru að reya að sannfæra Guðrúnu Agnarsdóttur forstjóra Krabbameinsfélagsins um að taka fyrsta sæti fyrir norðan þar sem hún fékk feiknamikið fylgi í forsetaframboðinu. Er þetta rétt?

Þrúða 19.3.2007 kl. 07:32

9 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég heyrði að búið væri að sækja um listabókstaf til yfirkjörstjórnar, sem væri þá Í þannig að vinnuheiti framboðsins héldist. Annars er nú lýðræðið þannig að hver sem fær tilskilinn stuðning getur boðið fram og er það vel að mínu mati.

Ragnar Bjarnason, 19.3.2007 kl. 09:08

10 Smámynd: Elín Arna Ellertsdóttir

Á ég nú að koma með rosalegt slúður? Samkvæmt áreiðanlegum (mjög) heimildum mínum verður send út tilkynning eða eitthvað slíkt á miðvikudag. 

Svo að bæta því við að þau Ómar og Margrét komu í heimsókn til okkar á Bifröst í síðustu viku, og ég verð að segja eins og er að ég varð steingapandi bit, þau komu ekkert smá vel fyrir, sérstaklega Margrét. Ég bíð allavega verulega spennt eftir að sjá hvað kemur á miðvikudaginn.

Elín Arna Ellertsdóttir, 19.3.2007 kl. 12:34

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nú er bara spennandi að vita hvað kemur út úr þessu öllu, ég sé í þessu framboði mögulegan samstarfsaðila VG í næstu ríkisstjórn ef fylgi næst. En ég geri mikill greinarmun á því hvort við erum að tala um Guðrúnu Agnars eða Jakob og Jón. Ef þetta framboð á að innihalda hvort tveggja þá mun ég ekki hafa hugmynd um fyrir hvað það stendur, þrátt fyrir Ómar og málefnaskrána.

Og svo ætla ég bara að dást að því hvað margir hafa frétt eitthvað og eru tilbúnir að miðla því.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.3.2007 kl. 13:25

12 identicon

Heil og sæl! Ég leyfi mér að vera svo ókurteis að setja hér krækju inn á niðurstöður skoðanakönnunar sem Financial Times gerði nýlega meðal Evrópusambandsþjóða http://www.ft.com/cms/s/3ecee064-d578-11db-a5c6-000b5df10621.html og vona að lesendur þínir (og þú auðvitað ) kíki á þetta - bæði þeir sem hafa gert upp hug sinn og líka hinir sem vilja skoða með "opnum huga". Takk fyrir mig, HG (sem bíður spennt og vonglöð eftir því að heyra í Margréti og Ómari)

HG 19.3.2007 kl. 19:15

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, mjög áhugavert, varð einmitt vör við það í Bretlandi (þar sem óánægjan er mest) að menn voru mjög pirraðir á að tilheyra þessari Evrópusambandsheild. Fólk sem við vorum að funda með var mjög óhresst með að þurfa að beygja sig undir alls konar ESB-reglur s.s. að slátra mælieningunni pundi, sem allir þekkja í Englandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.3.2007 kl. 19:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband