Á Samfylkingin kannski að ganga í Vinstri græn?

Egill var að flytja ,,leiðara" Silfursins og varpaði því fram að draumur Samfylkingarinnar um stóran flokk á vinstri vængnum myndi sennilega ekki rætast nema Samfylkingin gengi í Vinstri græn. Af hverju hoppaði ég ekki hæð mína upp af gleði? Líklega af því ég tel mig ekki eiga heima í flokki með Evrópusambandssinnum, stóriðjusinnum og fólki sem ég veit ekki hvaða skoðanir hefur í fjölmörgum málum. Hins vegar er hægt að starfa saman á skýrt afmörkuðum forsendum og því betur skilgreindar og niðurnegldar forsendur, þeim mun meiri von til að hægt verði að mynda góða ríkisstjórn. Ekki líst mér neitt sérlega vel á að einhver F-flokkur verði þriðja hjólið undir vagninum, hins vegar má eflaust lifa við að Íslandsflokkur Ómars yrði með, ef hann einhvern tíma verður barn í brók. Fleiri möguleikar eru í stjórarsamstarfi og mér leist bara harla vel á þá hugmynd að sjá Steingrím með stjórnarmyndunarumboðið í höndunum. Held þó að Ólafur Ragnar vildi frekar reyna að koma því yfir í hendur Samfylkingarinnar, en það gæti orðið erfitt að réttlæta það, ef það er fyrirstaða fyrir ÓRG, sem ég hreinlega veit ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Á ekki stærri flokkurinn að fá keflið ?

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta hefur verið túlkað á ýmsa vegu og í rauninni hefur forsetinn nokkurt vald einmitt á þessum stundum. Helstu möguleikarnir eru:

  • Núverandi forsætisráðherra segist geta haldið áfram óbreyttri stjórn og forseti samþykkir. Kemur varla upp núna.
  • Sigurvegari kosninganna fær umboðið - skilaboð kjósaenda eru skýr, einhver flokkur er ótvíræður sigurvegari og fær umboðið.
  • Stærsti flokkurinn í einhverri hugsanlegri stjórn fær umboðið. Núverandi stjórnarandstaða hefur t.d. boðað vilja til að starfa saman. Ef Samfylkingin er stærri en VG eftir kosningar þá getur forseti varið það að láta hana fá umboðið þótt VG væru sigurvegarar kosninganna en Samfylking hefði tapað frá seinustu kosningum. Mörg ef, en ef forsetinn vill þá getur hann gert þetta.
  • Einhver stjórnarmeirihluti hefur verið myndaður bak við tjöldin fyrirfram. Væntanlegur forsætisráðherra lætur forseta vita og hann ákveður að afhenda honum stjórnarmyndunarumboðið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Forsetinn ræður í raun alveg hverjum hann felur að mynda stjórn.
Hann gæti falið Steingrími að mynda stjórn á þeirri forsendu að hann væri fulltrúi náttúruverndarstefnu sem eigi að brúa bilið milli ólíkar fylkingar í landinu hver svo sem stærð Vg verður eftir kosningar.  
Tók eftir að Egill taldi að Davíð hefði aldrei gefið Óla tækifæri til þess að ákveða hver fengi stjórnarmyndunarumboðið!
Annars veitir Guðni Th. Jóhannesson ágætis innsýn í hvernig þetta gekk fyrir sig í forsetatíð Kristjáns Eldjárns í bókinni „Völundarhús valdsins“ .

Grímur Kjartansson, 18.3.2007 kl. 17:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband