Afmæli Loftorku og aðrar myndir úr tilverunni
17.3.2007 | 03:25
Afmæli Loftorku, Reykjavík, að baki, 45 árum fagnað og á morgun, laugardag, verður haldið upp á afmælið hjá Loftorku, Borgarnesi. Meðalaldur verktakafyrirtækja er ekki ýkja hár, en Loftorka hefur siglt í gegnum allan ólgusjó sveiflna á verktakamarkaði til þessa. Margir starfsmennirnir hafa verið um áratuga skeið hjá fyrirtækinu. Tengdaforeldrar mínir, Siggi og Sæa, hafa helgað líf sitt þessu fyrirtæki, lengst af var Sigurður í eldlínunni en þegar hann féll frá fyrir nokkrum árum tók Sæunn við stjórnartaumunum. Margir úr fjölskyldunni hafa unnið alla sína starfsævi hjá Loftorku, aðrir skemur og stundum held ég að ég sé sú eina sem ekki hef gert það, en í staðiinn hafði ég athvarf þar á meðan á ritun sögu Sandgerðis stóð, og það var mjög notalegur tími. Þannig að ég get sagt eins og fleiri að það sé fínt að vinna hjá Loftorku.
Byrjuð að setja inn á bloggið myndir frá afmælinu í dag og stefni að því að setja fleiri myndir inn, en á morgun er það sem sagt Borgarnes sem kallar. Ennfremur skellti ég talsverðum skammti af Kanarí-myndum í myndasafnið, enda held ég að ég hafi verið búin að lofa því einhvern tíma, ef ekki þá hef ég bara efnt ógefið loforð.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:46 | Facebook
Athugasemdir
Velkomin heim !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 07:03
Loftotka enn lifandi. Vann hjá Loftorku tvö sumur á menntaskólaárunum og það er orðið ansi langt síðan. Við vorum að grafa upp götur inn í Efstasundi og ég var m.a. mikið á Loftbor í akkorði og sá pening í fyrsta skipti á ævinni. Þetta var ágætt fyrirtæki. Ágætir verkstjórar og viðkunnalegir stjórnendur þó maður hafi nú haft lítið a f þeim að segja. Kv.
Baldur Kristjánsson, 17.3.2007 kl. 08:44
Til hamingu með Loftorku (gott fyrirtæki), frétti hjá manninum mínum að þetta hefði verið hinn mesti fagnaður, en hann vann hjá Loftorkur nokkur árin ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 17.3.2007 kl. 09:35
Æðislegt að sjá myndir úr afmælinu og frá Kanaríeyjum.
Ég hefði svo verið til í að vera með ykkur á báðum stöðum. En ég stefni að því að vera með ykkur á 50 ára afmæli Loftorku eftir 5 ár... Maður missir ekki að svoleiðis stórafmæli...
Góðar kveðjur upp í Borgarnes... og bið að heilsa sumarbústaðnum ef að þið hittið hann eitthvað ;)
Jóhanna 17.3.2007 kl. 10:52
Alltaf gaman að heyra hvað margir hafa unnið hjá Loftorku gegnum tíðina, og varðandi 50 ára afmælið þá voru ansi margir í gær farnir að skipuleggja það í huganum, það verður ábyggilega gaman.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.3.2007 kl. 12:27
Hef aldrei unnið hjá Loftorku og ekki einu sinni "átt þar athvarf" tímabundið, en samgleðst nú samt og óska ykkur til hamingju með að lifa af í lífsins ólgusjó þar sem fyrirtæki koma og fara á 40 árum. Gaman að sjá myndirnar frá Kanarí: Hallaði mér aftur og lét hugann reika. Bestu kveðjur, HG
HG 17.3.2007 kl. 13:05