Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Álverið í Straumsvík hefur ekki aðeins áhrif í Hafnarfirði
11.3.2007 | 19:56
Kompás fjallaði um álverið í Straumsvík áðan, mér fannst umfjöllunin ágæt og staðfesti enn andstöðu mína við álverið (á gömlum merg), þrátt fyrir góða frammistöðu Rannveigar Rist við að verja málstað sem ég er mjög ósátt við. Sem betur fer var þöggunarákvæði ekki komið í samninga álversmanna þegar einn vinur minn var að vinna þar og komst á snoðir um ótæpilega áburðarnotkun í grenndinni, til að fela þá staðreynd að ekkert kvikt spratt án þessara aðgerða. Kannski hefur eitthvað skánað, hmmm, ekkert sérlega viss um það. Varð ósköp glöð um daginn þegar ég sá um daginn að Stebbi bróðursonur minn er farinn að berjast gegn álverinu, flott hjá honum. En við Álftnesingar ættum eiginlega að fá að kjósa líka um stækkunina, hef heyrt það sjónarmið hjá mörgum sveitungum mínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Það er alltaf gott að vera nákvæmur þegar maður er að ásaka einhvern um eitthvað, hvað áttu við þegar þú nefnir "ótæpilega áburðarnotkun" og hvar?
Álverið er góður vinnustaður, þekki það af eigin raun hef unnið þar í 5 ár.
óskráð 11.3.2007 kl. 20:04
Rannveig náði ekki að sannfæra mig, en mér fannst hún standa sig vel miðað við að hafa svona vondan málstað að verja.
Varðandi áburðinn þá var ég að vinna við áburðartilraunir í grasrækt á sumrin á sama tíma og við erum að tala um ca. þrefalt magn miðað við hæstu gildin í tilraununum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2007 kl. 20:12
Þetta er ekki að svara spurningu minni.
óskráður 11.3.2007 kl. 20:25
1800 kg/ha
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2007 kl. 20:31
Álverið í Straumsvík stenst allar kröfur sem gerðar eru til umhverfismála. Það er stóra málið.
Auðvitað stóð Rannveig sig vel hún veit nákvæmlega um hvað hún er að tala.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson 11.3.2007 kl. 21:18
ég vona að Hafnfirðingar hugsi sig vel um áður en þeir kjósa um þessa stækkun og segi nei við henni. Þetta er mál sem varðar okkur öll hvort sem við búum í Hafnarfirði eður ei.
Sædís Ósk Harðardóttir, 11.3.2007 kl. 21:31
Fylgdist ekki með Kompásþættinum. En viðbrögðin eru dæmigerð fyrir umræðu um álversmálið. Ég er mest hissa á að ég skuli lifa þessa umræðu, því uppáhalds "maturtagarðurinn" minn er handan Reykjanesbrautarinnar frá álverinu. Þar hef ég "átt" bleiður sem eru oftast svartar af berjum og bolla með bláberjum - sem ég hef hagnýtt mér í líklega 25 ár eða svo. Ætti ég ekki að vera illa farinn eða dauður?
Herbert Guðmundsson, 11.3.2007 kl. 21:32
Sæl, ég er orðinn svo gamall að ég man margar heilsíðiugreinar Hjörleifs í Þjóðviljanum sáluga um vanlíðan Hafnfirðinga vegna álvers, í kringum 1967.
Annar hver Hafnfirðingur yrði dauður innan 5 ára, væri þessa verksmiðja reist. Eftir því sem ég best sé er tannlæknirinn min í Hafnarfirði enn lifandi og jafnvel fleiri.
Haltu áfram skítkasti þínu, byggðu á engum rökum, frekar en fyrri greinar þinar og kallaðu Hjörleif aftur fram. Kallaðu svo aftur fram annan sérfræðing, verkfræðing að nafni Friðrik, sem spáði því að Hvalfjarðargöngin myndu fyllast á nokkrum sekúndum. Eftir því sem ég best man studdir þú hann duglega. Eða ætlar þú að neita því ? Mikið hugvit þar á ferð.
Örn Johnson ´43 11.3.2007 kl. 22:15
Smá misskilningur hjá síðasta ræðumanni, algengur málflutningur þeirra sem þola ekki gagnrýni. Veit ekki hvers vegna í ósköpunum ég hefði átt að vera á móti Hvalfjarðargöngum og þekki engan verkfræðing sem heitir Friðrik. Dæmir sig sjálft.
Hins vegar hef ég fullan skilning á því að þeir sem vinna hjá álverinu vilji verja sinn vinnustað og ligg þeim sannarlega ekki á hálsi fyrir það. Það er ekkert grín að vera á móti því sem kássast upp á beina hagsmuni og lifibrauð annarra fólks, en í þessu máli togast einfaldlega á tvenns konar sjónarmið og ég er einfaldlega á móti viðbótum í stóriðju hér á landi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2007 kl. 22:52
Mikið rosalega er fólk (álversstarfsmenn) viðkvæmir fyrir gagnrýni á stækkunina, er búið að segja þeim eitthvað sem ekki er búið að segja okkur hinum. Eða virkaði "hótunin" á þá að álverið fari ef að það verður ekki stækkað.
Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma til að horfa á þennan kompás þátt en ég geri það örugglega.
En mér finnst líka að við Álftnesingar eigum líka fullan rétt á að fá að kjósa um þetta. Þetta er líka mjög nálægt okkur og mikil sjónmengun þá ekki sé annað af þessu. Fyrir utan mengunarskýin sem maður sá oft frá álverinu. NB. fyrir álversstarfsmenn. Þá hef ég ekki séð séð mengunarský nýlega frá álverinu því ég bý í útlöndum og hana nú...
Jóhanna 11.3.2007 kl. 23:29
Kompás þátturinn kom ágætlega út fyrir álversinna og andstæðinga miðað við það sem undan er gengið á fréttaveitum stöðvar 2, enda aðrir fréttamenn en þeir sem áður hafa verið talsmenn Sólar í Straumi. Eitt sem ég tók þó eftir í þættinum var bréfið frá doctor Roth til bæjaryfirvalda sem ég var áður búinn að lesa á vef Sólar í Straumi en það er önnur saga. Ingvar fyrrverandi bæjarstjóri svaraði ágætlega fyrir það. Átti erfitt með að skilja efnafræðinginn og fyrrverandi starfsmann Ísal fyrir tuttugu árum þar sem mér fannst hann tala út og suður, ekki alveg vera í takt við nútímalegan rekstur álvera? Rannveig stóð sig vel að svara tíðum þráspurningum fréttamannsins. Vona svo að bæði sjónarmið fái að njóta sín á fréttaveitum stöðvar 2 hér eftir.Og fólk kjósi með stækkun þetta eru nú 1.000 miljónir í bæjarkassa eikut tekjur hafnarfjarðar um 12-14%.Segjum já með stækkun.
Jón Árnason 11.3.2007 kl. 23:40