Hit the road Jacques

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar Jacques Chirac er loks að hætta. Í upphafi forsetaferils hans var þetta sungið (danskir mótmælasöngvarar) gegn kjarnorkuvopnatilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi 1995. Þessar tilraunir höfðu þá verið í gangi í nokkur ár og þegar ég átti leið um Tahiti 1989 var mér reyndar bannað að fara inn í landið nema ég lofaði að skrifa ekki um tilraunirnar. Ég var bara venjulegur ferðalangur en gaf upp starfsheiti mitt, blaðamaður, og það kallaði á þessi viðbrögð. Sem sannur Íslendingur, friðarsinni og fulltrúi kaldastríðskynslóðarinnar var mér ekki ljúft að gefa þetta loforð, og ekki minnkaði samviskubitið þegar ég hitti af tilviljun Ástrala á ferjunni til nágrannaeyjarinnar Morea, sem var með bók í fórum sínum þar sem drepið var á þessar ömurlegu tilraunir. Ég sagði honum frá loforðinu sem mér hafði verið gert að gefa og pirringi yfir að vera sett í þessa stöðu og á endanum reif hann þessar síður út úr bókinni og gaf mér. Ég hélt heit mitt, alltaf verið frekar fyrir að standa við orð mín, og skrifaði ekkert, en hins vegar fjallaði ég um málið í útvarpsþætti sem ég var með um ferðina. Engin tímamótaumfjöllun en hins vegar fannst mér það beinlínis skylda mín að koma þessu á framfæri prívat og persónulega, þótt ekkert hafi skort á vandaða umfjöllun um málið í íslenskum fjölmiðlum.

Og nú er Jacques að hætta, hitting the road, fjölmargir aðrir gripið þessa setningu á lofti vegna annarra tilefna, í viðskiptalífinu og íþróttum jafnvel. Þannig að þó þessi setning er ekki tengd bara Jacques Chirac lengur, þá langar mig enn að eignast eintak af gamla, danska mótmælasöngnum.


mbl.is Chirac segist ekki gefa kost á sér áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jiiiibbiiiii

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 22:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband