Hit the road Jacques
11.3.2007 | 19:47
Ţađ fyrsta sem mér datt í hug ţegar Jacques Chirac er loks ađ hćtta. Í upphafi forsetaferils hans var ţetta sungiđ (danskir mótmćlasöngvarar) gegn kjarnorkuvopnatilraunum Frakka í Suđur-Kyrrahafi 1995. Ţessar tilraunir höfđu ţá veriđ í gangi í nokkur ár og ţegar ég átti leiđ um Tahiti 1989 var mér reyndar bannađ ađ fara inn í landiđ nema ég lofađi ađ skrifa ekki um tilraunirnar. Ég var bara venjulegur ferđalangur en gaf upp starfsheiti mitt, blađamađur, og ţađ kallađi á ţessi viđbrögđ. Sem sannur Íslendingur, friđarsinni og fulltrúi kaldastríđskynslóđarinnar var mér ekki ljúft ađ gefa ţetta loforđ, og ekki minnkađi samviskubitiđ ţegar ég hitti af tilviljun Ástrala á ferjunni til nágrannaeyjarinnar Morea, sem var međ bók í fórum sínum ţar sem drepiđ var á ţessar ömurlegu tilraunir. Ég sagđi honum frá loforđinu sem mér hafđi veriđ gert ađ gefa og pirringi yfir ađ vera sett í ţessa stöđu og á endanum reif hann ţessar síđur út úr bókinni og gaf mér. Ég hélt heit mitt, alltaf veriđ frekar fyrir ađ standa viđ orđ mín, og skrifađi ekkert, en hins vegar fjallađi ég um máliđ í útvarpsţćtti sem ég var međ um ferđina. Engin tímamótaumfjöllun en hins vegar fannst mér ţađ beinlínis skylda mín ađ koma ţessu á framfćri prívat og persónulega, ţótt ekkert hafi skort á vandađa umfjöllun um máliđ í íslenskum fjölmiđlum.
Og nú er Jacques ađ hćtta, hitting the road, fjölmargir ađrir gripiđ ţessa setningu á lofti vegna annarra tilefna, í viđskiptalífinu og íţróttum jafnvel. Ţannig ađ ţó ţessi setning er ekki tengd bara Jacques Chirac lengur, ţá langar mig enn ađ eignast eintak af gamla, danska mótmćlasöngnum.
Chirac segist ekki gefa kost á sér áfram | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Athugasemdir
jiiiibbiiiii
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 22:55