Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 575856
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Skipulagstillögur á Álftanesi og Álftanespólitíkin
11.3.2007 | 18:16
Einna mest spennandi kosningaúrslitin síðastliðið vor voru hér á Álftanesi. Búið var að negla niður miðbæjarskipulag sem gerði ekki mikla lukku og ljóst að ekki var ætlunin að hlusta neitt frekar á íbúana. Meirihlutinn féll og nýr meirihluti efndi fyrirheit sín um að efna til arkitektasamkeppni um miðbæjarskipulagið. Það sem einkum var ábótavant við skipulagið sem var hafnað voru múrarnir sem byggingarnar áttu að mynda, óleyst umferðarmál og svo var ekki þetta yfirbragð lágreistrar byggðar á því skipulagi eins og í nýju tillögunum. Þær eru allar mjög frambærilegar og gaman að sjá hversu margir tóku þátt og lögðu fram áhugaverðar tillögur. Mér finnst margt gott í 1. verðlaunatillögunni og ekkert sem ég get ekki sætt mig við, búandi hérna rétt steinsnar frá þessum fyrirhugaða miðbæ. Það er gaman að sjá hvað menningar- og náttúrsetrinu okkar er ætlaður stór sess í öllum tillögunum. Hvet alla sem áhuga hafa að skoða tillögurnar á www.alftanes.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Íþróttir
- Ísland - Ítalía, staðan er 68:95
- Valsmenn sigldu fram úr í lokin
- HK fór illa með Eyjamenn
- Afturelding heldur sínu striki
- Auðvelt hjá meisturunum gegn botnliðinu
- KA vann fallslaginn
- Ísland tapaði naumlega í Sviss
- Toppliðið tapaði óvænt
- Öruggt hjá Tyrkjum í riðli Íslands
- Ég er rétti maðurinn fyrir United
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta eru glæsilegar tillögur. Ég var búin að bíða mjög spennt eftir því að sjá niðurstöðurnar og get ekki annað sagt en ég sé alsæl. Það verður frábær að vinna með þetta er endanlegs skipulags. Þrátt fyrir að ég að sé með skrá aðsetur í Ungverjalandi. Þá er lögheimilið mitt alltaf á Álftanesinu og þar mun það helst, alltaf vera...
Jóhanna 11.3.2007 kl. 23:19
Hlakka til að verða vitni að uppbyggingu miðbæjarins okkar og mér finnst það best hvað unga fólkið okkar skilar sér vel í bæinn og er virkt í umræðunni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2007 kl. 23:30