Skipulagstillögur á Álftanesi og Álftanespólitíkin

Einna mest spennandi kosningaúrslitin síđastliđiđ vor voru hér á Álftanesi. Búiđ var ađ negla niđur miđbćjarskipulag sem gerđi ekki mikla lukku og ljóst ađ ekki var ćtlunin ađ hlusta neitt frekar á íbúana. Meirihlutinn féll og nýr meirihluti efndi fyrirheit sín um ađ efna til arkitektasamkeppni um miđbćjarskipulagiđ. Ţađ sem einkum var ábótavant viđ skipulagiđ sem var hafnađ voru múrarnir sem byggingarnar áttu ađ mynda, óleyst umferđarmál og svo var ekki ţetta yfirbragđ lágreistrar byggđar á ţví skipulagi eins og í nýju tillögunum. Ţćr eru allar mjög frambćrilegar og gaman ađ sjá hversu margir tóku ţátt og lögđu fram áhugaverđar tillögur. Mér finnst margt gott í 1. verđlaunatillögunni og ekkert sem ég get ekki sćtt mig viđ, búandi hérna rétt steinsnar frá ţessum fyrirhugađa miđbć. Ţađ er gaman ađ sjá hvađ menningar- og náttúrsetrinu okkar er ćtlađur stór sess í öllum tillögunum. Hvet alla sem áhuga hafa ađ skođa tillögurnar á www.alftanes.is

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru glæsilegar tillögur. Ég var búin að bíða mjög spennt eftir því að sjá niðurstöðurnar og get ekki annað sagt en ég sé alsæl. Það verður frábær að vinna með þetta er endanlegs skipulags. Þrátt fyrir að ég að sé með skrá aðsetur í Ungverjalandi. Þá er lögheimilið mitt alltaf á Álftanesinu og þar mun það helst, alltaf vera...

Jóhanna 11.3.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hlakka til ađ verđa vitni ađ uppbyggingu miđbćjarins okkar og mér finnst ţađ best hvađ unga fólkiđ okkar skilar sér vel í bćinn og er virkt í umrćđunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2007 kl. 23:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband